Fram með besta þjálfarann 20. september 2005 00:01 "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka. Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira
"Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira