Guðmundur byrjar vel með Fram 21. september 2005 00:01 Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll. Íslenski handboltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira