Breyta þarf nauðgunarskilgreiningu 23. september 2005 00:01 Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira