Sport

Ferguson segir tapið áfall

NordicPhotos/GettyImages
Sir Alex Ferguson segir að tap Manchester United gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í gær hafi verið sér gríðarlegt áfall, en bendir á að Blackburn hafi átt það skilið sem þeir hafi fengið út úr leiknum, því þeir hafi mætt á Old Trafford til að sigra. "Ef einhver hefði sagt mér að við ættum eftir að fá átta dauðafæri í fyrri hálfleik, hefði ég tekið því feginn. Hefði sá hinn sami sagt mér að við myndum klúðra þeim öllum, hefði ég tekið því sem alvarlegri aðvörun. Ég get þó ekki annað en hrósað Blackburn, þeir komu hingað til að vinna," sagði Skotinn áhyggjufullur, en hans menn eru nú tíu stigum á eftir Chelsea í töflunni. Blackburn hafði ekki náð sigri á Old Trafford í yfir 40 ár fyrir leikinn í gær, en tvö mörk frá Norðmanninum Morten Gamst Pedersen tryggðu Blackburn sigurinn ótrúlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×