Sport

Sögulegur leikur hjá Arsenal

NordicPhotos/GettyImages
Leikur Arsenal og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina var frekar tíðindalítill, enda skildu liðin jöfn 0-0. Það sem merkilegra er við þennan leik er þó sú staðreynd að þetta var aðeins í annað sinn sem Arsenal teflir ekki fram frönskum leikmanni byrjunarliði sínu í stjórnartíð Arsene Wenger. Wenger sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir þessu fyrr en einhver sagði honum frá þessu eftir leikinn, en sagði þessa staðreynd fyrst og fremst bera vott um stöðugleika þeirra Patrick Vieira, fyrrum fyrirliða liðsins og Thierry Henry, núverandi fyrirliða. "Thierry og Patrick misstu ekki úr marga leiki hjá mér, en nú þegar það loks gerist, er ég ekki hissa á því að þessi staða komi upp. Það að ég skuli ekki hafa veitt þessu athygli, sínir kannski best hvað ég spái lítið í þjóðerni leikmanna minna," sagði Wenger. Síðast þegar Arsenal byrjaði leik án Frakka, var leiktíðina 1999-2000, í síðasta leik tímabilsins gegn Newcastle. Þá var enginn Frakki í hópnum hjá Wenger, enda tefldi hann ekki fram sínu sterkasta liði í það skiptið. Síðan 1996 hefur Arsenal aðeins spilað fimm leiki þar sem ekki var Frakki inni á vellinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×