Sport

Beckham fer í gömlu stöðuna

Talið er víst að David Beckham muni fá gömlu stöðuna sína á hægri kantinum hjá enska landsliðinu aftur þegar liðið mætir Austurríki í undankeppni HM í byrjun mánaðarins. Þá stendur landsliðsþjálfarinn fram fyrir erfiðum ákvörðunum varðandi nokkrar stöður í liðinu. Beckham hefur verið að leika mjög vel á hægri kantinum hjá Real Madrid undanfarið og talið er mjög líklegt að hann sinni þeirri stöðu gegn Austurríkismönnum. Vinstri vængurinn er aftur spurningamerki, þar sem Joe Cole hefur ekki fengið að spreyta sig mikið hjá Chelsea það sem af er - og sömu sögu er að segja af Shaun Wright-Phillips. Sven Göran Eriksson er talinn muni spila leikkerfið 4-4-2 framvegis, því tilraunastarfsemi hans með önnur kerfi hefur ekki verið að ganga vel. Í vörninni stendur valið milli fjögurra miðvarða sem hafa verið að leika misvel með félagsliðum sínum. Rio Ferdinand hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir leik sinn með enska landsliðinu undanfarið, en hann mun berjast um sæti í hjarta varnarinnar við þá Jamie Carragher og svo þá John Terry og Sol Campbell, sem báðir eru nýkomnir aftur eftir meiðsli. Talið er líklegt að Peter Crouch verði við hlið Michael Owen í framlínunni, en Wayne Rooney tekur sem kunnugt er út leikbann í leiknum við Austurríki þann 8. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×