Pressan er öll á Liverpool 1. október 2005 00:01 Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira