Sport

Real Madrid þénar mest

Spænska stórveldið Real Madrid hefur velt Manchester United af stalli og er nú það félag í heiminum sem þénar mestar tekjur, ef marka má nýjustu tölur frá spænska liðinu. Á síðasta ári, sem nær til 30. júní í sumar, þénaði Real 190 milljónir punda, eða 17% meira en á sama tíma í fyrra. Manchester United þénaði um 169 milljónir punda á svipuðum tímam en það er 2,3% lækkun á milli ára. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Manchester United er ekki með bestu afkomu liða í heiminum, en tölur þessar taka mið af sölu á varningi, sjónvarpsrétti, auglýsingum og miðasölu. Spár gera ráð fyrir því að innkoma Manchester United muni á næsta ári dragast enn frekar saman á sumum sviðum, en spænska félagið gerir ráð fyrir því að innkoma muni fara yfir 200 milljónir punda á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×