Sport

James framlengir við Man. City

NordcPhotos/GettyImages
Markvörðurinn David James hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Manchester City um eitt ár og verður því hjá félaginu til loka keppnistímabilsins 2006-2007. James er dottinn út úr myndinni hjá landsliðsþjálfaranum í bili, en Stuart Pearce hefur fulla trú á honum. James er 35 ára gamall og lenti út í kuldann hjá landsliðsþjálfara Englands eftir að liðið var tekið í bakaríið á Parken í Danmörku fyrir nokkru og virðist leið hans inn í liðið aftur grýtt í ljósi þess hve vel Paul Robinson hefur leyst stöðu sína hjá enska liðinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City, sagðist ekki hafa verið í vafa um að halda leikmanninum lengur hjá félaginu. "Frammistaða hans á síðustu tveimur árum fékk mig til að setjast niður og spyrja sjálfan mig hvar ég ætti að finna betri markvörð en David James," sagði Pearce í viðtali á heimasíðu félagsins. "David hefur átt stóran þátt í ágætu gengi liðsins síðustu tvö ár og hann er í fantaformi á miðað við mann á hans aldri. Það er ekki að finna vott af fitu á líkama hans og hann er fyrirmyndar atvinnumaður, þannig að það má segja að þessi samningur beri vott um það," sagði Pearce.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×