Sport

Bent ætlar á HM

Framherjinn knái hjá Charlton, Darren Bent, segist gera sér grein fyrir að hann verði að halda áfram að skora grimmt ef hann ætli sér að komast í enska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi næsta sumar, en mikil samkeppni er meðal framherjanna sem koma til greina í liðið. Bent gekk til liðs við Charlton í sumar eftir að hafa verið hjá Ipswich í fyrstu deildinni og hefur slegið í gegn í byrjun tímabilsins. "Mér var tjáð að lykillinn að því að ná árangri þegar maður kemur svona upp um deild, sé að byrja vel og mér hefur til allrar hamingju tekist það," sagði Bent, sem hefur skorað sjö mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United. "Ég verð að gera allt sem ég get til að halda mér inni í myndinni með enska landsliðinu, því það yrði rosalega gaman fyrir mig að fá að taka þátt í heimsmeistaramótinu," sagði Bent, sem var þekktur fyrir að koma inná og skora mikilvæg mörk þegar hann lék með U-21 árs liði Englands á sínum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×