Sport

Nistelrooy í áflogum

NordicPhotos/GettyImages
Það var heitt í kolunum á landsliðsæfingu hjá Hollendingum í dag, því Ruud van Nistelrooy var tekinn á teppið af Marco van Basten þjálfara og látinn biðjast afsökunar á því að hafa sparkað í landa sinn Ron Vlaar, varnarmann AZ Alkmaar. "Ég lét Ruud heyra það eftir atvikið og hann hefur beðið hlutaðeigandi afsökunar, þannig að málið er í mínum augum dautt," sagði van Basten. "Það er oft heitt í kolunum á æfingum og gott til þess að vita að menn séu í spenntir og ákveðnir, en þeir verða samt að koma fram við hvorn annan af virðingu," sagði landsliðsþjálfarinn. "Ég hef talað við strákana og beðist afsökunar á látunum. Ég æfi alltaf af fullum krafti og stundum verð ég aðeins of heitur," sagði Nistelrooy.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×