Aðalsteinn svekktur og sár 9. október 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar féll úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í gær með því að tapa með sex marka mun, 27-33, fyrir tyrkneska liðinu Anadolu University. Fimm marka sigur Stjörnunnar í fyrri leiknum dugði ekki til. "Ég er svekktur og sár. Það var stress í liðinu í leiknum og við erum að nýta dauðafærin afskaplega illa. Þá vorum við ekki að spila neinn varnarleik ef frá eru taldar síðustu mínúturnar. Karakter míns liðs var einfaldlega ekki nægilega sterkur í dag en Anadolu spilaði fína vörn núna og eru með fínan markvörð. Það voru tveir frábærir leikmenn sem kláruðu þennan leik fyrir liðið," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar eftir tapið gegn Anadolu í gær. Stjarnan fór illa að ráði sínu í viðureignunum gegn tyrkneska liðinu og er því úr leik í Áskorendakeppninni eftir sex marka tap að Ásvöllum í gær, 27-33. Rakel Bragadóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir voru markahæstar í liði Stjörnunnar með fimm mörk hvor. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Stjörnustúlkum eftir leikinn í gær enda léku þær mjög illa í þessum tveimur leikjum sem báðir voru á þeirra heimavelli. "Það eru mikil vonbrigði að hafa ekki náð að klára þetta verkefni, sérstaklega í ljósi þess að við spilum báða leikina á heimavelli. Hver og ein kom illa undirbúin undir þetta verkefni og við ætluðum að fara að gera þetta bara með vinstri," sagði Aðalsteinn. Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir segir að nánast allt hafi klikkað hjá liðinu. "Þær tyrknesku komu hinsvegar sterkari til leiks og það var helst markvarslan sem var munurinn. Makrvörður þeirra varði ekkert í fyrri leiknum en nú var hún í stuði og var sífellt að verja frá okkur úr dauðafærum," sagði Elísabet. Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar féll úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í gær með því að tapa með sex marka mun, 27-33, fyrir tyrkneska liðinu Anadolu University. Fimm marka sigur Stjörnunnar í fyrri leiknum dugði ekki til. "Ég er svekktur og sár. Það var stress í liðinu í leiknum og við erum að nýta dauðafærin afskaplega illa. Þá vorum við ekki að spila neinn varnarleik ef frá eru taldar síðustu mínúturnar. Karakter míns liðs var einfaldlega ekki nægilega sterkur í dag en Anadolu spilaði fína vörn núna og eru með fínan markvörð. Það voru tveir frábærir leikmenn sem kláruðu þennan leik fyrir liðið," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar eftir tapið gegn Anadolu í gær. Stjarnan fór illa að ráði sínu í viðureignunum gegn tyrkneska liðinu og er því úr leik í Áskorendakeppninni eftir sex marka tap að Ásvöllum í gær, 27-33. Rakel Bragadóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir voru markahæstar í liði Stjörnunnar með fimm mörk hvor. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Stjörnustúlkum eftir leikinn í gær enda léku þær mjög illa í þessum tveimur leikjum sem báðir voru á þeirra heimavelli. "Það eru mikil vonbrigði að hafa ekki náð að klára þetta verkefni, sérstaklega í ljósi þess að við spilum báða leikina á heimavelli. Hver og ein kom illa undirbúin undir þetta verkefni og við ætluðum að fara að gera þetta bara með vinstri," sagði Aðalsteinn. Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir segir að nánast allt hafi klikkað hjá liðinu. "Þær tyrknesku komu hinsvegar sterkari til leiks og það var helst markvarslan sem var munurinn. Makrvörður þeirra varði ekkert í fyrri leiknum en nú var hún í stuði og var sífellt að verja frá okkur úr dauðafærum," sagði Elísabet.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira