Naumur sigur Fram á ÍBV 16. október 2005 00:01 Fram vann á sunnudagskvöld sinn fimmta sigur í jafnmörgum leikjum í DHL-deild karla í handbolta þegar liðið vann nauman sigur á ÍBV, 28-27 í Framhúsinu. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV en heimamenn bitu frá sér þrátt fyrir mýmörg sóknarmistök og knúðu fram sigur. Fram er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni. "Þetta var mjög erfiður leikur. Okkur gekk erfiðlega í byrjun en komumst svo inn í leikinn hægt og bítandi. Svo var þetta auðvitað jafnt lengst af en okkur tókst að skora sigurmarkið alveg í blálokin." sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Fram. Þorri B. Gunnarsson skoraði sigurmark Fram þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Markahæstir Framara voru Sergiy Serenko með 8 mörk og Jón Björgvin Pétursson kom næstur með 5 mörk. Markahæstir Eyjamanna voru Mladen Cacic með 8 mörk, Goran Kuzmanoski með 7 mörk og Ólafur Víðir Ólafsson með 5 mörk. Á heimasíðu ÍBV er farið hörðum orðum um dómgæsluna í leiknum gegn Fram í grein undir titlinum; "D?????-mafíu skandall." Þeir eru þar sagðir hafa mismunað liðunum og fært Fram sigurinn og gefið er í skyn að "ákveðin öfl innan HSÍ séu að vinna gegn ÍBV" eins og segir á vefnum. Á heimasíðu ÍBV (wwwibv.is) segir eftirfarandi; "Það er greinilegt að enn eitt árið ætla þessir s????klæddu að koma höggi á ÍBV og er það miður. Það er sorglegt að aðilar sem eiga að vera óhlutdrægir beri taum ákveðna liða. Er það miður þegar að þegar fólk er að leggja á sig vinnu og ætlast til að fá að keppa á jafnréttisgrundvelli að þá skulu það ávallt vera ávkveðin öfl sem vinna á móti ÍBV og vilja koma höggi á félagið. Þetta er sorglegt og verst að það sé ekki til dómsstig til að taka á svona málum þar sem það fólk er stýrir handboltamálum á Íslandi situr í glerhúsi sem það sjálft hefur byggt.Þá hefur handknattleiksforystan gengið atbeina ákveðna félaga og ekki þorað á taka á því t.d. er liðin "þeirra" brjóta samþykktir sambandsins. Sleppa þar hinu svo kölluðu einkavinir handboltaforystunar við að þurfa að sæta dóm og sektum eins og reglur sambandsins gefa tilefni til." Íslenski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
Fram vann á sunnudagskvöld sinn fimmta sigur í jafnmörgum leikjum í DHL-deild karla í handbolta þegar liðið vann nauman sigur á ÍBV, 28-27 í Framhúsinu. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV en heimamenn bitu frá sér þrátt fyrir mýmörg sóknarmistök og knúðu fram sigur. Fram er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni. "Þetta var mjög erfiður leikur. Okkur gekk erfiðlega í byrjun en komumst svo inn í leikinn hægt og bítandi. Svo var þetta auðvitað jafnt lengst af en okkur tókst að skora sigurmarkið alveg í blálokin." sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Fram. Þorri B. Gunnarsson skoraði sigurmark Fram þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Markahæstir Framara voru Sergiy Serenko með 8 mörk og Jón Björgvin Pétursson kom næstur með 5 mörk. Markahæstir Eyjamanna voru Mladen Cacic með 8 mörk, Goran Kuzmanoski með 7 mörk og Ólafur Víðir Ólafsson með 5 mörk. Á heimasíðu ÍBV er farið hörðum orðum um dómgæsluna í leiknum gegn Fram í grein undir titlinum; "D?????-mafíu skandall." Þeir eru þar sagðir hafa mismunað liðunum og fært Fram sigurinn og gefið er í skyn að "ákveðin öfl innan HSÍ séu að vinna gegn ÍBV" eins og segir á vefnum. Á heimasíðu ÍBV (wwwibv.is) segir eftirfarandi; "Það er greinilegt að enn eitt árið ætla þessir s????klæddu að koma höggi á ÍBV og er það miður. Það er sorglegt að aðilar sem eiga að vera óhlutdrægir beri taum ákveðna liða. Er það miður þegar að þegar fólk er að leggja á sig vinnu og ætlast til að fá að keppa á jafnréttisgrundvelli að þá skulu það ávallt vera ávkveðin öfl sem vinna á móti ÍBV og vilja koma höggi á félagið. Þetta er sorglegt og verst að það sé ekki til dómsstig til að taka á svona málum þar sem það fólk er stýrir handboltamálum á Íslandi situr í glerhúsi sem það sjálft hefur byggt.Þá hefur handknattleiksforystan gengið atbeina ákveðna félaga og ekki þorað á taka á því t.d. er liðin "þeirra" brjóta samþykktir sambandsins. Sleppa þar hinu svo kölluðu einkavinir handboltaforystunar við að þurfa að sæta dóm og sektum eins og reglur sambandsins gefa tilefni til."
Íslenski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira