Sala á þýðingum bóka Arnaldar eykst mikið hér á landi 9. nóvember 2005 15:14 Sala á erlendum þýðingum á bókum Arnaldar Indriðasonar hér á landi hefur aukist hröðum skrefum undanfarin misseri og nú er svo komið að bókabúðir flytja þær inn í brettavís. Eins og greint var frá í gær hlaut Arnaldur Indriðason hin virtu bresku glæpasagnaverðlaun Gullna rýtinginn fyrir bók sína Grafarþögn. Hann hefur átt vaxandi vinsældum að fagna í útlöndum að undanförnu og íslenskar bókabúðir hafa heldur ekki farið varhluta af áhuga útlendra gesta á bókum hans. Að sögn Óttars Proppé, vörustjóra erlendra bóka hjá Pennanum, hafa þýðingar allra íslenskra höfunda á evrópskum tungumálum verið fluttar inn til sölu og hafa þýðingar á verkum Halldórs Laxness hingað til notið mestra vinsælda. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur áhugi fyrir bókum Arnaldar hins vegar vaxið hröðum skrefum og sækir hann nú að Halldóri sem mest seldi höfundurinn. Óttar segir að áhuginn sé mestur meðal þýskumælandi manna og að þýskar þýðingar á verkum Arnaldar séu fluttar inn í brettavís, eins og hann orðar það. Flestar bóka hans hafi komið út á þýsku og í Þýskalandi hafi hann náð inn á metsölulista. Áhuginn virðist einnig vera að aukast meðal enskumælandi manna en Mýrin hefur nú þegar verið gefin út í Englandi og fyrirhuguð er frekari útgáfa á bókum hans þar. Þá er búið að selja réttinn á fjórum bóka hans til Bandaríkjanna. Óttar segir mörg erlend forlög hafa haft samband vegna verðlaunanna í gær, bæði þau sem þegar hafi tryggt sér útgáfu á verkum hans og önnur sem hafi áhuga á að gefa þau út. Lífið Menning Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Sala á erlendum þýðingum á bókum Arnaldar Indriðasonar hér á landi hefur aukist hröðum skrefum undanfarin misseri og nú er svo komið að bókabúðir flytja þær inn í brettavís. Eins og greint var frá í gær hlaut Arnaldur Indriðason hin virtu bresku glæpasagnaverðlaun Gullna rýtinginn fyrir bók sína Grafarþögn. Hann hefur átt vaxandi vinsældum að fagna í útlöndum að undanförnu og íslenskar bókabúðir hafa heldur ekki farið varhluta af áhuga útlendra gesta á bókum hans. Að sögn Óttars Proppé, vörustjóra erlendra bóka hjá Pennanum, hafa þýðingar allra íslenskra höfunda á evrópskum tungumálum verið fluttar inn til sölu og hafa þýðingar á verkum Halldórs Laxness hingað til notið mestra vinsælda. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur áhugi fyrir bókum Arnaldar hins vegar vaxið hröðum skrefum og sækir hann nú að Halldóri sem mest seldi höfundurinn. Óttar segir að áhuginn sé mestur meðal þýskumælandi manna og að þýskar þýðingar á verkum Arnaldar séu fluttar inn í brettavís, eins og hann orðar það. Flestar bóka hans hafi komið út á þýsku og í Þýskalandi hafi hann náð inn á metsölulista. Áhuginn virðist einnig vera að aukast meðal enskumælandi manna en Mýrin hefur nú þegar verið gefin út í Englandi og fyrirhuguð er frekari útgáfa á bókum hans þar. Þá er búið að selja réttinn á fjórum bóka hans til Bandaríkjanna. Óttar segir mörg erlend forlög hafa haft samband vegna verðlaunanna í gær, bæði þau sem þegar hafi tryggt sér útgáfu á verkum hans og önnur sem hafi áhuga á að gefa þau út.
Lífið Menning Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira