Verðskuldaður sigur Manchester United 27. nóvember 2005 19:00 Wayne Rooney fór á kostum í liði Manchester United í dag og það var við hæfi að honum væri líkt við George heitinn Best á þessum degi. NordicPhotos/GettyImages Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira