Rick Parry hjá Liverpool segir að markmið Liverpool um að blanda sér í slaginn um toppsætið í úrvalsdeildinni sé raunhæft og segir Rafa Benitez vera rétta manninn til að stýra liðinu á sigurbraut.
"Við erum mjög ánægðir með störf Benitez og árangurinn sem hann hefur náð kemur okkur ekkert á óvart. Það er gaman að sjá hve vel leikmennirnir bregðast við kröfum hans og það er hungur og metnaður í hópnum. Við erum ánægðir með árangurinn í fyrra, en það eina sem vantar núna er að bæta við deildarmeistaratitlum. Liðið er óðum að verða sterkara og næstu ár verða mjög spennandi fyrir Liverpool," sagði Parry.