Gullgrafaraæði grípur um sig í FlyMe 25. janúar 2006 10:30 Íslendingar hópast inn í FlyMe. Mikill áhugi er meðal íslenskra fjárfesta á FlyMe sem hefur hækkað gríðarlega frá áramótum. Það rignir inn tilboðum frá einstaklingum, segir verðbréfamiðlari um sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe en íslenskir fjárfestar, smáir sem stórir, hafa streymt inn í félagið að undanförnu samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Hlutabréf í FlyMe, sem er að fimmtungshluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons, hafa hækkað hratt frá áramótum en þau eru skráð á Nya Marknaden í Stokkhólmi. Þannig hækkaði gengið um 100 prósent á mánudaginn og yfir helming í síðustu viku, meðal annars vegna væntinga um mikinn vöxt félagsins á þessu ári og viðsnúnings í rekstri. Ummæli norsks stjórnarmanns í FlyMe höfðu einnig mikil áhrif en hann sagði að bréfin gætu hækkað um 500 prósent á árinu. Gengishækkunin hefur laðað að fjárfesta sem ætla að verða ríkir á skömmum tíma og virðist vera mikill áhugi meðal fjárfesta að elta Pálma eftir Sterling-ævintýrið og fjárfestingar í Bretlandi. Pálmi og Jóhannes í Fons eru ekki einir um það að vekja hrifningu íslenskra fjárfesta. Íslendingar hafa gjarnan elt íslensk fyrirtæki í útrásinni, til dæmis Carnegie, easyJet, Finnair, Geest og Singer&Friedlander og auðvitað deCode. En miklar sveiflur á gengi FlyMe valda mörgum heilabrotum, ekki síst þar sem tveggja milljarða hlutafjárútboð fer brátt í hönd og virðist engin skilja upp né niður í því. Á mánudaginn lækkaði gengi FlyMe úr 37 sænskum aurum í tólf þegar lokað var fyrir kauprétt í útboðinu. Með réttu hefði gengið átt að lækka niður í sex aura og þess vegna tvöfaldaðist verðmæti félagsins á einum degi. Markaðsvirði FlyMe er um átta milljarðar króna. Hlutafjárútboðið verður með því fyrirkomulagi að hlutaféð verður aukið margfalt og gefst hluthöfum kostur á að kaupa tíu hluti fyrir hvern einn, eldri hlut, á genginu þrír aurar. Kaupréttur miðast við hlutafjáreign í dag en þeir sem hafa keypt undanfarna tvo daga fá ekki kauprétt þar sem að tvo virka viðskiptadaga tekur að uppfæra hluthafaskrána. Margir hafa því keypt köttinn í sekknum og sjá fram á að hlutur þeirra verði þynntur um 91 prósent að loknu útboði en þeir sem seldu undanfarna tvo daga virðast halda í kaupréttinn. Þar sem hlutabréf í FlyMe eru aurabréf (pennystock) geta orðið miklar sveiflur á genginu. Þegar bréf hækka úr 10 aurum í 15 aura hækka þau um helming. Eigendur FlyMe ætla að breyta verði bréfanna þegar útboðinu lýkur en þá verður farið í öfuga jöfnun þannig að 100 hlutir breytast í einn. Þar með fer markaðsgengi upp fyrir eina króna sænska og ætti að fara í tólf sænskar krónur ef gengi mánudagsins helst óbreytt. Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Það rignir inn tilboðum frá einstaklingum, segir verðbréfamiðlari um sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe en íslenskir fjárfestar, smáir sem stórir, hafa streymt inn í félagið að undanförnu samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Hlutabréf í FlyMe, sem er að fimmtungshluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons, hafa hækkað hratt frá áramótum en þau eru skráð á Nya Marknaden í Stokkhólmi. Þannig hækkaði gengið um 100 prósent á mánudaginn og yfir helming í síðustu viku, meðal annars vegna væntinga um mikinn vöxt félagsins á þessu ári og viðsnúnings í rekstri. Ummæli norsks stjórnarmanns í FlyMe höfðu einnig mikil áhrif en hann sagði að bréfin gætu hækkað um 500 prósent á árinu. Gengishækkunin hefur laðað að fjárfesta sem ætla að verða ríkir á skömmum tíma og virðist vera mikill áhugi meðal fjárfesta að elta Pálma eftir Sterling-ævintýrið og fjárfestingar í Bretlandi. Pálmi og Jóhannes í Fons eru ekki einir um það að vekja hrifningu íslenskra fjárfesta. Íslendingar hafa gjarnan elt íslensk fyrirtæki í útrásinni, til dæmis Carnegie, easyJet, Finnair, Geest og Singer&Friedlander og auðvitað deCode. En miklar sveiflur á gengi FlyMe valda mörgum heilabrotum, ekki síst þar sem tveggja milljarða hlutafjárútboð fer brátt í hönd og virðist engin skilja upp né niður í því. Á mánudaginn lækkaði gengi FlyMe úr 37 sænskum aurum í tólf þegar lokað var fyrir kauprétt í útboðinu. Með réttu hefði gengið átt að lækka niður í sex aura og þess vegna tvöfaldaðist verðmæti félagsins á einum degi. Markaðsvirði FlyMe er um átta milljarðar króna. Hlutafjárútboðið verður með því fyrirkomulagi að hlutaféð verður aukið margfalt og gefst hluthöfum kostur á að kaupa tíu hluti fyrir hvern einn, eldri hlut, á genginu þrír aurar. Kaupréttur miðast við hlutafjáreign í dag en þeir sem hafa keypt undanfarna tvo daga fá ekki kauprétt þar sem að tvo virka viðskiptadaga tekur að uppfæra hluthafaskrána. Margir hafa því keypt köttinn í sekknum og sjá fram á að hlutur þeirra verði þynntur um 91 prósent að loknu útboði en þeir sem seldu undanfarna tvo daga virðast halda í kaupréttinn. Þar sem hlutabréf í FlyMe eru aurabréf (pennystock) geta orðið miklar sveiflur á genginu. Þegar bréf hækka úr 10 aurum í 15 aura hækka þau um helming. Eigendur FlyMe ætla að breyta verði bréfanna þegar útboðinu lýkur en þá verður farið í öfuga jöfnun þannig að 100 hlutir breytast í einn. Þar með fer markaðsgengi upp fyrir eina króna sænska og ætti að fara í tólf sænskar krónur ef gengi mánudagsins helst óbreytt.
Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira