Gullgrafaraæði grípur um sig í FlyMe 25. janúar 2006 10:30 Íslendingar hópast inn í FlyMe. Mikill áhugi er meðal íslenskra fjárfesta á FlyMe sem hefur hækkað gríðarlega frá áramótum. Það rignir inn tilboðum frá einstaklingum, segir verðbréfamiðlari um sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe en íslenskir fjárfestar, smáir sem stórir, hafa streymt inn í félagið að undanförnu samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Hlutabréf í FlyMe, sem er að fimmtungshluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons, hafa hækkað hratt frá áramótum en þau eru skráð á Nya Marknaden í Stokkhólmi. Þannig hækkaði gengið um 100 prósent á mánudaginn og yfir helming í síðustu viku, meðal annars vegna væntinga um mikinn vöxt félagsins á þessu ári og viðsnúnings í rekstri. Ummæli norsks stjórnarmanns í FlyMe höfðu einnig mikil áhrif en hann sagði að bréfin gætu hækkað um 500 prósent á árinu. Gengishækkunin hefur laðað að fjárfesta sem ætla að verða ríkir á skömmum tíma og virðist vera mikill áhugi meðal fjárfesta að elta Pálma eftir Sterling-ævintýrið og fjárfestingar í Bretlandi. Pálmi og Jóhannes í Fons eru ekki einir um það að vekja hrifningu íslenskra fjárfesta. Íslendingar hafa gjarnan elt íslensk fyrirtæki í útrásinni, til dæmis Carnegie, easyJet, Finnair, Geest og Singer&Friedlander og auðvitað deCode. En miklar sveiflur á gengi FlyMe valda mörgum heilabrotum, ekki síst þar sem tveggja milljarða hlutafjárútboð fer brátt í hönd og virðist engin skilja upp né niður í því. Á mánudaginn lækkaði gengi FlyMe úr 37 sænskum aurum í tólf þegar lokað var fyrir kauprétt í útboðinu. Með réttu hefði gengið átt að lækka niður í sex aura og þess vegna tvöfaldaðist verðmæti félagsins á einum degi. Markaðsvirði FlyMe er um átta milljarðar króna. Hlutafjárútboðið verður með því fyrirkomulagi að hlutaféð verður aukið margfalt og gefst hluthöfum kostur á að kaupa tíu hluti fyrir hvern einn, eldri hlut, á genginu þrír aurar. Kaupréttur miðast við hlutafjáreign í dag en þeir sem hafa keypt undanfarna tvo daga fá ekki kauprétt þar sem að tvo virka viðskiptadaga tekur að uppfæra hluthafaskrána. Margir hafa því keypt köttinn í sekknum og sjá fram á að hlutur þeirra verði þynntur um 91 prósent að loknu útboði en þeir sem seldu undanfarna tvo daga virðast halda í kaupréttinn. Þar sem hlutabréf í FlyMe eru aurabréf (pennystock) geta orðið miklar sveiflur á genginu. Þegar bréf hækka úr 10 aurum í 15 aura hækka þau um helming. Eigendur FlyMe ætla að breyta verði bréfanna þegar útboðinu lýkur en þá verður farið í öfuga jöfnun þannig að 100 hlutir breytast í einn. Þar með fer markaðsgengi upp fyrir eina króna sænska og ætti að fara í tólf sænskar krónur ef gengi mánudagsins helst óbreytt. Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Það rignir inn tilboðum frá einstaklingum, segir verðbréfamiðlari um sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe en íslenskir fjárfestar, smáir sem stórir, hafa streymt inn í félagið að undanförnu samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Hlutabréf í FlyMe, sem er að fimmtungshluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons, hafa hækkað hratt frá áramótum en þau eru skráð á Nya Marknaden í Stokkhólmi. Þannig hækkaði gengið um 100 prósent á mánudaginn og yfir helming í síðustu viku, meðal annars vegna væntinga um mikinn vöxt félagsins á þessu ári og viðsnúnings í rekstri. Ummæli norsks stjórnarmanns í FlyMe höfðu einnig mikil áhrif en hann sagði að bréfin gætu hækkað um 500 prósent á árinu. Gengishækkunin hefur laðað að fjárfesta sem ætla að verða ríkir á skömmum tíma og virðist vera mikill áhugi meðal fjárfesta að elta Pálma eftir Sterling-ævintýrið og fjárfestingar í Bretlandi. Pálmi og Jóhannes í Fons eru ekki einir um það að vekja hrifningu íslenskra fjárfesta. Íslendingar hafa gjarnan elt íslensk fyrirtæki í útrásinni, til dæmis Carnegie, easyJet, Finnair, Geest og Singer&Friedlander og auðvitað deCode. En miklar sveiflur á gengi FlyMe valda mörgum heilabrotum, ekki síst þar sem tveggja milljarða hlutafjárútboð fer brátt í hönd og virðist engin skilja upp né niður í því. Á mánudaginn lækkaði gengi FlyMe úr 37 sænskum aurum í tólf þegar lokað var fyrir kauprétt í útboðinu. Með réttu hefði gengið átt að lækka niður í sex aura og þess vegna tvöfaldaðist verðmæti félagsins á einum degi. Markaðsvirði FlyMe er um átta milljarðar króna. Hlutafjárútboðið verður með því fyrirkomulagi að hlutaféð verður aukið margfalt og gefst hluthöfum kostur á að kaupa tíu hluti fyrir hvern einn, eldri hlut, á genginu þrír aurar. Kaupréttur miðast við hlutafjáreign í dag en þeir sem hafa keypt undanfarna tvo daga fá ekki kauprétt þar sem að tvo virka viðskiptadaga tekur að uppfæra hluthafaskrána. Margir hafa því keypt köttinn í sekknum og sjá fram á að hlutur þeirra verði þynntur um 91 prósent að loknu útboði en þeir sem seldu undanfarna tvo daga virðast halda í kaupréttinn. Þar sem hlutabréf í FlyMe eru aurabréf (pennystock) geta orðið miklar sveiflur á genginu. Þegar bréf hækka úr 10 aurum í 15 aura hækka þau um helming. Eigendur FlyMe ætla að breyta verði bréfanna þegar útboðinu lýkur en þá verður farið í öfuga jöfnun þannig að 100 hlutir breytast í einn. Þar með fer markaðsgengi upp fyrir eina króna sænska og ætti að fara í tólf sænskar krónur ef gengi mánudagsins helst óbreytt.
Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira