Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Lovísa Arnardóttir skrifar 21. október 2025 20:01 Héraðssaksóknari hefur ákært Þórarinn. Meint brot áttu sér stað árið 2020. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Remax fyrir markaðsmisnotkun. Héraðssaksóknari ákærir einnig félagið IREF en Þórarinn Arnar var prókúruhafi í félaginu. Í ákæru kemur fram að meint misnotkun hafi farið fram árið 2020 á um tveggja mánaða tímabili og að hann hafi í 71 skipti lagt fram viðskiptafyrirmæli um kaup á hlutabréfum í Kviku banka hf. sem voru líkleg til að gefa ranga eða villandi mynd af eftirspurn og verði hlutabréfanna. Í ákæru segir enn fremur að brotin hafi verið framin með því að ganga kerfisbundið og ítrekað að hagstæðasta sölutilboði [e. ask] þegar það var hærra en síðasta viðskiptaverð, án þess að lögmæt viðskiptaleg sjónarmið hafi búið þar að baki, og setja inn fjölda kauptilboða sem leiddu til pörunarviðskipta sem voru til þess fallin að gefa ranga og villandi mynd af verði og eftirspurn eftir hlutabréfum í Kviku banka hf. Þá segir að með viðskiptunum hafi Þórarinn og IREF ítrekað átt síðustu viðskipti með hlutabréf í Kviku banka hf. innan viðskiptadags og þannig stuðlað að hækkun dagslokaverðs bréfanna eða að dagslokaverð endaði í efri mörkum fyrirliggjandi verðbils. Héraðssaksóknari krefst þess að Þórarinn Arnar verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Félög sem voru tengd Þórarni Í ákæru segir að IREF sé ákært vegna refsiábyrgðar RPF ehf. sem IREF hafi yfirtekið 2021. Þá kemur einnig fram að viðskiptin hafi verið stunduð í aðdraganda þess að félögin Loran, RPF ehf., IREF ehf. og Premier eignarhaldsfélag, allt félög sem tengd voru Þórarni, gerðu upp framvirka samninga með hlutabréf í Kviku banka hf. og seldu hlutabréf sín í sama félagi. Í ákæru segir að viðskiptin hafi verið villandi eða verið líkleg til að vera villandi fyrir fjárfesta sem aðhafist á grundvelli birts sér, sérstaklega síðasta viðskiptaverðs og lokaverðs. Í því samhengi sé létt að líta til tíðni viðskiptafyrirmælanna og tilgangs viðskiptanna sem hafi verið að gera tengdum félögum kleift að selja beinan og óbeinan eignarhlut sinn í Kviku banka hf. á hagstæðara verði en ella hefði fengist. Einnig verði að horfa til þess að viðskiptin hafi átt sér stað á tiltölulega grunnum markaði þannig að tíðni viðskiptanna hafi verið líkleg til að hafa langvarandi áhrif á birtingu síðasta viðskiptaverðs yfir daginn og stuðla að því að dagslokaverð yrði hærra en ella. Bein áhrif á dagslokaverð Að lokum þurfi að horfa til þess að vegna þess að um grunnan markað hafi verið að ræða hafi ákærðu getað átt síðustu viðskipti dagsins og hátu þannig haft bein áhrif á dagslokaverð án þess að þurfa að eiga í viðskiptum skömmu fyrir lokun markaða. Ákærðu áttu þó einnig í viðskiptum skömmu fyrir lokun markaða. „Viðskiptin snerust almennt um lágar fjárhæðir og hlutfall þóknana var óvenjulega hátt sem bendir til þess að tilgangurinn hafi ekki verið að hagnast á viðskiptunum með lögmætum hætti. Með þessu móti gátu ákærðu stundað viðskipti margsinnis á tímabilinu 26. ágúst til og með 9. október 2020 sem voru til þess fallin að setja fram, auka eða framlengja leitni sem fólst í hækkandi verði á tímabilinu í aðdraganda þess að eignarhluti hinna tengdu félaga í Kviku banka hf. var seldur,“ segir að lokum. Fasteignamarkaður Kvika banki Fjármálamarkaðir Dómsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, hefur fest kaup á glæsihöll Antons Kristins Þórarinssonar, sem kallaður er Toni, við Haukanes í Garðabæ. Kaupverðið nam 484 milljónum króna. 14. október 2025 12:46 Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. 28. maí 2025 16:07 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Í ákæru kemur fram að meint misnotkun hafi farið fram árið 2020 á um tveggja mánaða tímabili og að hann hafi í 71 skipti lagt fram viðskiptafyrirmæli um kaup á hlutabréfum í Kviku banka hf. sem voru líkleg til að gefa ranga eða villandi mynd af eftirspurn og verði hlutabréfanna. Í ákæru segir enn fremur að brotin hafi verið framin með því að ganga kerfisbundið og ítrekað að hagstæðasta sölutilboði [e. ask] þegar það var hærra en síðasta viðskiptaverð, án þess að lögmæt viðskiptaleg sjónarmið hafi búið þar að baki, og setja inn fjölda kauptilboða sem leiddu til pörunarviðskipta sem voru til þess fallin að gefa ranga og villandi mynd af verði og eftirspurn eftir hlutabréfum í Kviku banka hf. Þá segir að með viðskiptunum hafi Þórarinn og IREF ítrekað átt síðustu viðskipti með hlutabréf í Kviku banka hf. innan viðskiptadags og þannig stuðlað að hækkun dagslokaverðs bréfanna eða að dagslokaverð endaði í efri mörkum fyrirliggjandi verðbils. Héraðssaksóknari krefst þess að Þórarinn Arnar verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Félög sem voru tengd Þórarni Í ákæru segir að IREF sé ákært vegna refsiábyrgðar RPF ehf. sem IREF hafi yfirtekið 2021. Þá kemur einnig fram að viðskiptin hafi verið stunduð í aðdraganda þess að félögin Loran, RPF ehf., IREF ehf. og Premier eignarhaldsfélag, allt félög sem tengd voru Þórarni, gerðu upp framvirka samninga með hlutabréf í Kviku banka hf. og seldu hlutabréf sín í sama félagi. Í ákæru segir að viðskiptin hafi verið villandi eða verið líkleg til að vera villandi fyrir fjárfesta sem aðhafist á grundvelli birts sér, sérstaklega síðasta viðskiptaverðs og lokaverðs. Í því samhengi sé létt að líta til tíðni viðskiptafyrirmælanna og tilgangs viðskiptanna sem hafi verið að gera tengdum félögum kleift að selja beinan og óbeinan eignarhlut sinn í Kviku banka hf. á hagstæðara verði en ella hefði fengist. Einnig verði að horfa til þess að viðskiptin hafi átt sér stað á tiltölulega grunnum markaði þannig að tíðni viðskiptanna hafi verið líkleg til að hafa langvarandi áhrif á birtingu síðasta viðskiptaverðs yfir daginn og stuðla að því að dagslokaverð yrði hærra en ella. Bein áhrif á dagslokaverð Að lokum þurfi að horfa til þess að vegna þess að um grunnan markað hafi verið að ræða hafi ákærðu getað átt síðustu viðskipti dagsins og hátu þannig haft bein áhrif á dagslokaverð án þess að þurfa að eiga í viðskiptum skömmu fyrir lokun markaða. Ákærðu áttu þó einnig í viðskiptum skömmu fyrir lokun markaða. „Viðskiptin snerust almennt um lágar fjárhæðir og hlutfall þóknana var óvenjulega hátt sem bendir til þess að tilgangurinn hafi ekki verið að hagnast á viðskiptunum með lögmætum hætti. Með þessu móti gátu ákærðu stundað viðskipti margsinnis á tímabilinu 26. ágúst til og með 9. október 2020 sem voru til þess fallin að setja fram, auka eða framlengja leitni sem fólst í hækkandi verði á tímabilinu í aðdraganda þess að eignarhluti hinna tengdu félaga í Kviku banka hf. var seldur,“ segir að lokum.
Fasteignamarkaður Kvika banki Fjármálamarkaðir Dómsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, hefur fest kaup á glæsihöll Antons Kristins Þórarinssonar, sem kallaður er Toni, við Haukanes í Garðabæ. Kaupverðið nam 484 milljónum króna. 14. október 2025 12:46 Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. 28. maí 2025 16:07 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, hefur fest kaup á glæsihöll Antons Kristins Þórarinssonar, sem kallaður er Toni, við Haukanes í Garðabæ. Kaupverðið nam 484 milljónum króna. 14. október 2025 12:46
Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. 28. maí 2025 16:07