Áfram rætt um saming 13. júní 2006 07:00 Frá Palestínska þinginu Palestínskur þingmaður fórnar höndum í þingsal í gær. Þingið samþykkti að halda áfram að ræða við Mahmoud Abbas forseta um Fangaskjalið svokallaða, sem leggur til að Palestínumenn stofni sjálfstætt ríki við hlið Ísraels. MYND/ap Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO. Erlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO.
Erlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira