Bjartsýni á samninga 13. júní 2006 05:45 Solana og Plassnik Javier Solana talar á blaðamannafundi í Lúxemborg í gær. Ursula Plassnik, utanríkisráðherra Austurríkis sem gegnir formennskunni í ESB, hlýðir á. MYND/ap Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sögðust í gær bjartsýnir á að Íransstjórn muni gefa jákvætt svar í þessari viku við sáttatilboði stórveldanna sex, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, kynnti fyrir ráðamönnum í Teheran í síðustu viku. Sáttatilboðið, sem lagt var fram í nafni Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína, felur í sér að Írönum er boðinn ýmis ávinningur gegn því að þeir hætti að minnsta kosti tímabundið auðgun úrans, en það er ferli sem hægt er að beita bæði til að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum, en einnig til að framleiða kjarnorkusprengjur. Solana sagði á utanríkisráðherrafundi ESB í Lúxemborg í gær að ráðamenn í Teheran hefðu nú þegar breytt um orðfæri í yfirlýsingum um kjarnorkudeiluna. Við beitum okkur áfram fyrir því að halda hitastiginu [í orðaskiptunum við Írana] eins lágu og mögulegt er, tjáði Solana fréttamönnum. Solana sagði að alþjóðasamfélagið hefði boðið Írönum mjög víðtækan ávinning. Ég vona að þeir svari með jákvæðum hætti. Frekari viðræður við íranska ráðamenn væru framundan, að sögn Solanas. Staðan er erfið, en ég er ekki svartsýnn, bætti hann við. Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu á sunnudag að þeir myndu ekki flýta sér að gefa afgerandi svör. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnin myndi taka eins mikinn tíma og hún telji sig þurfa til að íhuga tillögurnar. Hann sagði þær innihalda ásættanleg atriði, en tók ennfremur fram að í þeim væru vafasöm atriði. Þá væri sumt í þeim óljóst. Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sögðust í gær bjartsýnir á að Íransstjórn muni gefa jákvætt svar í þessari viku við sáttatilboði stórveldanna sex, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, kynnti fyrir ráðamönnum í Teheran í síðustu viku. Sáttatilboðið, sem lagt var fram í nafni Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína, felur í sér að Írönum er boðinn ýmis ávinningur gegn því að þeir hætti að minnsta kosti tímabundið auðgun úrans, en það er ferli sem hægt er að beita bæði til að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum, en einnig til að framleiða kjarnorkusprengjur. Solana sagði á utanríkisráðherrafundi ESB í Lúxemborg í gær að ráðamenn í Teheran hefðu nú þegar breytt um orðfæri í yfirlýsingum um kjarnorkudeiluna. Við beitum okkur áfram fyrir því að halda hitastiginu [í orðaskiptunum við Írana] eins lágu og mögulegt er, tjáði Solana fréttamönnum. Solana sagði að alþjóðasamfélagið hefði boðið Írönum mjög víðtækan ávinning. Ég vona að þeir svari með jákvæðum hætti. Frekari viðræður við íranska ráðamenn væru framundan, að sögn Solanas. Staðan er erfið, en ég er ekki svartsýnn, bætti hann við. Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu á sunnudag að þeir myndu ekki flýta sér að gefa afgerandi svör. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnin myndi taka eins mikinn tíma og hún telji sig þurfa til að íhuga tillögurnar. Hann sagði þær innihalda ásættanleg atriði, en tók ennfremur fram að í þeim væru vafasöm atriði. Þá væri sumt í þeim óljóst.
Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira