Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu 15. júní 2006 07:00 Frá mótmælunum í gær Þriðjungur þjóðarinnar hefur verið launalaus síðan í febrúar og kennir Hamas um ástandið. MYND/afp "Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið. Erlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
"Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið.
Erlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira