Hafna nýrri stjórnarskrá 27. júní 2006 05:15 Atkvæði talin í Róm Atkvæðum hellt úr kjörkassa til talningar í Róm í gær. MYND/AP Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag hafnaði meirihluti ítalskra kjósenda tillögu að víðtækri uppfærslu á stjórnarskrá Ítalíu sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Silvios Berlusconi hafði látið gera. Samkvæmt fyrstu tölum var tillagan felld með öruggum mun, en sú niðurstaða er fagnaðarefni fyrir núverandi ríkisstjórn miðju- og vinstriflokka undir forystu Romanos Prodi. Atkvæðagreiðslan var álitin prófraun á fylgi við nýju stjórnina, tveimur mánuðum eftir að flokkabandalagið sem að henni stendur vann nauman sigur í þingkosningum. Þegar atkvæði höfðu verið talin í vel yfir helmingi allra hinna rúmlega sextíu þúsund kjördæma höfnuðu rúmlega 62 prósent kjósenda stjórnarskrárbreytingunum en tæplega 38 prósent vildu samþykkja þær. Þessar niðurstöður eru okkur hvatning til að fylgja ótrauðir okkar striki, sagði Arturo Parisi, varnarmálaráðherra og samherji Prodis til margra ára. Stjórn Prodis hafði beitt sér gegn stjórnarskrárbreytingunni, sem hún sagði myndu færa óhóflega miklar valdheimildir til framkvæmdavaldsins. Breytingarnar hefðu meðal annars styrkt völd forsætisráðherrans, fært héraðsstjórnum aukin völd á kostnað miðstýringarvaldsins í Róm, og fækkað þingmönnum. Aðrar breytingar miðuðu meðal annars að því að stuðla að stöðugri ríkisstjórnum en Ítalir hafa búið við á síðustu áratugum. Erlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag hafnaði meirihluti ítalskra kjósenda tillögu að víðtækri uppfærslu á stjórnarskrá Ítalíu sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Silvios Berlusconi hafði látið gera. Samkvæmt fyrstu tölum var tillagan felld með öruggum mun, en sú niðurstaða er fagnaðarefni fyrir núverandi ríkisstjórn miðju- og vinstriflokka undir forystu Romanos Prodi. Atkvæðagreiðslan var álitin prófraun á fylgi við nýju stjórnina, tveimur mánuðum eftir að flokkabandalagið sem að henni stendur vann nauman sigur í þingkosningum. Þegar atkvæði höfðu verið talin í vel yfir helmingi allra hinna rúmlega sextíu þúsund kjördæma höfnuðu rúmlega 62 prósent kjósenda stjórnarskrárbreytingunum en tæplega 38 prósent vildu samþykkja þær. Þessar niðurstöður eru okkur hvatning til að fylgja ótrauðir okkar striki, sagði Arturo Parisi, varnarmálaráðherra og samherji Prodis til margra ára. Stjórn Prodis hafði beitt sér gegn stjórnarskrárbreytingunni, sem hún sagði myndu færa óhóflega miklar valdheimildir til framkvæmdavaldsins. Breytingarnar hefðu meðal annars styrkt völd forsætisráðherrans, fært héraðsstjórnum aukin völd á kostnað miðstýringarvaldsins í Róm, og fækkað þingmönnum. Aðrar breytingar miðuðu meðal annars að því að stuðla að stöðugri ríkisstjórnum en Ítalir hafa búið við á síðustu áratugum.
Erlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira