Konur kjósa í fyrsta sinn 30. júní 2006 07:45 Kosningar í Kúveit Kúveisk kona kýs í þingkosningum sem fram fóru í Kúveit í gær. Þetta voru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru þar í landi þar sem konum er heimil þátttaka, bæði sem kjósendur og frambjóðendur. Mikil stemning ríkti á kjörstöðum kvenna, en kjörstaðir voru kynskiptir. MYND/AP Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa. Erlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa.
Erlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira