Yfir 400 aldraðir í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými 22. júlí 2006 08:00 Bætt úr brýnni þörf Meðal þess sem gert verður til að mæta kröfum nútímans í búsetumálum aldraðra er að breyta fjölbýli í einbýli. Á myndinni er heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. MYND/Vilhelm Kveðið er á um aukin framlög til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila fyrir aldraða í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá því á miðvikudag. Þau 2.500 hjúkrunarrými sem nú eru á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum svara hvergi nærri þörfinni, enda yfir fjögur hundruð manns í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Viðbótarframlögin nema alls 3.340 milljónum króna og renna peningarnir ýmist til framkvæmda eða reksturs. Fram til ársins 2010 renna samtals 1.600 milljónir til framkvæmda, bæði nýbygginga og breytinga. Af þeim peningum fara 1.300 milljónir í að greiða kostnaðarhlutdeild ríkisins við byggingu 130 rýma og þrjú hundruð milljónir renna til breytinga eldri rýma úr fjölbýli í einbýli. Framlögin nema átta hundruð milljónum króna árið 2008, sjö hundruð milljónum 2009 og hundrað milljónum árið 2010. Þá verður fé, sem fer úr Framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs stofnanaþjónustu, fært til uppbyggingar öldrunarþjónustu. Með því eykst fjármagn til uppbyggingar um tvö hundruð milljónir á ári. Sú ráðstöfun fjármagnar hlut ríkisins af byggingarkostnaði 60-65 rýma á næstu fjórum árum. Kostnaði vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og dagvista verður mætt með sérstöku rekstrarframlagi sem alls hljóðar upp á 1.740 milljónir króna. Samsvarar það kostnaði við rekstur um tvö hundruð rýma til viðbótar því sem nú er gert ráð fyrir í langtímaáætlun. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkrahúsum meiri forgang við innlagnir en líkt og ítrekað hefur komið fram í fréttum liggja margir aldraðir á Landspítalanum þrátt fyrir að þurfa ekki lækningu heldur aðhlynningu á hjúkrunarheimili. Aðgerðirnar koma því spítalanum mjög til góða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og eldri borgara segir að með þessum og öðrum aðgerðum sé áætlað að ná megi biðlistum í „ásættanlegt horf.“ Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kveðið er á um aukin framlög til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila fyrir aldraða í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá því á miðvikudag. Þau 2.500 hjúkrunarrými sem nú eru á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum svara hvergi nærri þörfinni, enda yfir fjögur hundruð manns í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Viðbótarframlögin nema alls 3.340 milljónum króna og renna peningarnir ýmist til framkvæmda eða reksturs. Fram til ársins 2010 renna samtals 1.600 milljónir til framkvæmda, bæði nýbygginga og breytinga. Af þeim peningum fara 1.300 milljónir í að greiða kostnaðarhlutdeild ríkisins við byggingu 130 rýma og þrjú hundruð milljónir renna til breytinga eldri rýma úr fjölbýli í einbýli. Framlögin nema átta hundruð milljónum króna árið 2008, sjö hundruð milljónum 2009 og hundrað milljónum árið 2010. Þá verður fé, sem fer úr Framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs stofnanaþjónustu, fært til uppbyggingar öldrunarþjónustu. Með því eykst fjármagn til uppbyggingar um tvö hundruð milljónir á ári. Sú ráðstöfun fjármagnar hlut ríkisins af byggingarkostnaði 60-65 rýma á næstu fjórum árum. Kostnaði vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og dagvista verður mætt með sérstöku rekstrarframlagi sem alls hljóðar upp á 1.740 milljónir króna. Samsvarar það kostnaði við rekstur um tvö hundruð rýma til viðbótar því sem nú er gert ráð fyrir í langtímaáætlun. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkrahúsum meiri forgang við innlagnir en líkt og ítrekað hefur komið fram í fréttum liggja margir aldraðir á Landspítalanum þrátt fyrir að þurfa ekki lækningu heldur aðhlynningu á hjúkrunarheimili. Aðgerðirnar koma því spítalanum mjög til góða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og eldri borgara segir að með þessum og öðrum aðgerðum sé áætlað að ná megi biðlistum í „ásættanlegt horf.“
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira