Ísraelsk innrás í Líbanon 23. júlí 2006 09:15 Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum. Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum.
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði