Nútímaþrælabúðir starfræktar á Ítalíu 24. júlí 2006 07:00 Vinnan gjörir yður frjáls Inngangurinn frægi í Auschwitz-fangabúðirnar í Póllandi. Sagt er að þrælahaldararnir hafi sótt sér fyrirmynd í fangabúðir nasista. MYND/Nordicphotos/getty images Pólskir og ítalskir lögreglumenn frelsuðu um eitt hundrað Pólverja úr þrælahaldi á Ítalíu í mánuðinum. Tuttugu og fimm voru handteknir í lögregluaðgerðinni, en hún var árangur hálfs árs langrar rannsóknar. Handtökurnar voru á grundvelli mansals og frelsisskerðingar.Pólverjunum mun hafa verið lofað 450-600 króna tímakaupi við ávaxtatínslu á Ítalíu áður en þeir yfirgáfu Pólland en þegar á hólminn var komið reyndist kaupið einungis ein evra á klukkustund, eða 94 krónur. Að auki var verkamönnunum komið fyrir í óhrjálegum vinnubúðum og gert að greiða fyrir mat og leigu. Þetta, auk ferðakostnaðar og umboðslauna upp á 21.000 krónur, steypti mörgum þeirra í skuldir. „Starf“ nokkurra kvennanna reyndist vera vændi. Einstaklingar sem ekki sættu sig við þetta máttu þola ofbeldi; barsmíðar og nauðganir. Nokkrir munu hafa framið sjálfsmorð. Eftirlitsmenn vinnubúðanna kölluðu hver annan „kapó“, en það heiti var notað um fangaverði í útrýmingarbúðum nasista. Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Sjá meira
Pólskir og ítalskir lögreglumenn frelsuðu um eitt hundrað Pólverja úr þrælahaldi á Ítalíu í mánuðinum. Tuttugu og fimm voru handteknir í lögregluaðgerðinni, en hún var árangur hálfs árs langrar rannsóknar. Handtökurnar voru á grundvelli mansals og frelsisskerðingar.Pólverjunum mun hafa verið lofað 450-600 króna tímakaupi við ávaxtatínslu á Ítalíu áður en þeir yfirgáfu Pólland en þegar á hólminn var komið reyndist kaupið einungis ein evra á klukkustund, eða 94 krónur. Að auki var verkamönnunum komið fyrir í óhrjálegum vinnubúðum og gert að greiða fyrir mat og leigu. Þetta, auk ferðakostnaðar og umboðslauna upp á 21.000 krónur, steypti mörgum þeirra í skuldir. „Starf“ nokkurra kvennanna reyndist vera vændi. Einstaklingar sem ekki sættu sig við þetta máttu þola ofbeldi; barsmíðar og nauðganir. Nokkrir munu hafa framið sjálfsmorð. Eftirlitsmenn vinnubúðanna kölluðu hver annan „kapó“, en það heiti var notað um fangaverði í útrýmingarbúðum nasista.
Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Sjá meira