Sólskin og hiti 24. júlí 2006 05:45 Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er. ÞETTA rennir stoðum undir þá kenningu að ferðalög og sumarleyfi séu fyrst og fremst til að sanna fyrir fólki að heima sé best. Þegar fólk er búið að vinna í ellefu mánuði er það skyldað til að fara í frí. Sérstakar ferðaskrifstofur sjá um að senda fólk á ókunna staði, einkum svokallaða ferðamannastaði, þar sem töluð eru framandi tungumál, loftslagið er öðruvísi en heima og vatnið inniheldur skuggalegar bakteríur og svonefndar túristahjarðir reika um villtar. SÚ erfiða lífsreynsla að slíta erlendan gjaldmiðil út úr hraðbönkum í myrkum húsasundum, að svitna, sólbrenna, villast, drekka saltan sjó, týna vegabréfinu sínu og falla í ræningjahendur forhertra leigubílstjóra skapar djúpa og innilega heimþrá sem ágerist með hverjum degi, einkum ef tímanum er varið í langar rútuferðir til að skoða óeftirminnilegar rústir eða hversdagsleg náttúru-undur og kvöldin fara í að umreikna einkennilega gjaldmiðla í íslenskar krónur og komast að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við hina ódýru leyfisferð sé löngu kominn úr böndunum. HEIMÞRÁIN breytist svo í friðsælan fögnuð þegar eldvígslunni lýkur og fornfáleg flugvélin lendir í Keflavík við dynjandi lófatak. Samstundis tekur minnið að vinna úr hinni erfiðu reynslu. Hrakningar, flugnabit og matareitranir breytast í ljúfar minningar. Hámarki sælunnar er náð á fyrsta vinnudegi í kunnuglegu umhverfi innan um samverkafólk og vini sem hlýðir agndofa á mergjaðar lýsingar á ferðalagi þar sem allir erfiðleikar voru yfirstignir af ráðagóðri hagsýni og jafnaðargeði. Framundan er notalegt og friðsælt umhverfi heimilis og vinnu næstu ellefu mánuði - en að þeim tíma liðnum er tímabært að fara á stjá á nýjan leik til að rifja upp þau fornu sannindi, að heima er best! Innlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er. ÞETTA rennir stoðum undir þá kenningu að ferðalög og sumarleyfi séu fyrst og fremst til að sanna fyrir fólki að heima sé best. Þegar fólk er búið að vinna í ellefu mánuði er það skyldað til að fara í frí. Sérstakar ferðaskrifstofur sjá um að senda fólk á ókunna staði, einkum svokallaða ferðamannastaði, þar sem töluð eru framandi tungumál, loftslagið er öðruvísi en heima og vatnið inniheldur skuggalegar bakteríur og svonefndar túristahjarðir reika um villtar. SÚ erfiða lífsreynsla að slíta erlendan gjaldmiðil út úr hraðbönkum í myrkum húsasundum, að svitna, sólbrenna, villast, drekka saltan sjó, týna vegabréfinu sínu og falla í ræningjahendur forhertra leigubílstjóra skapar djúpa og innilega heimþrá sem ágerist með hverjum degi, einkum ef tímanum er varið í langar rútuferðir til að skoða óeftirminnilegar rústir eða hversdagsleg náttúru-undur og kvöldin fara í að umreikna einkennilega gjaldmiðla í íslenskar krónur og komast að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við hina ódýru leyfisferð sé löngu kominn úr böndunum. HEIMÞRÁIN breytist svo í friðsælan fögnuð þegar eldvígslunni lýkur og fornfáleg flugvélin lendir í Keflavík við dynjandi lófatak. Samstundis tekur minnið að vinna úr hinni erfiðu reynslu. Hrakningar, flugnabit og matareitranir breytast í ljúfar minningar. Hámarki sælunnar er náð á fyrsta vinnudegi í kunnuglegu umhverfi innan um samverkafólk og vini sem hlýðir agndofa á mergjaðar lýsingar á ferðalagi þar sem allir erfiðleikar voru yfirstignir af ráðagóðri hagsýni og jafnaðargeði. Framundan er notalegt og friðsælt umhverfi heimilis og vinnu næstu ellefu mánuði - en að þeim tíma liðnum er tímabært að fara á stjá á nýjan leik til að rifja upp þau fornu sannindi, að heima er best!
Innlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira