Greiðsla strax eða kettinum yrði lógað 24. júlí 2006 06:00 Kristján sækir hér köttinn Nölu Kristján þurfti að slá lán til að bjarga lífi Nölu. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja krafðist fimmtán þúsund króna skráningagjalds eftir að kötturinn var veiddur í búr í Höfnum. MYND/Vf/ellert Grétarsson Eigandi tveggja ára kattarins Nölu, Kristján Guðmundsson, í Höfnum fékk ekki greiðslufrest til mánaðarmóta og sló lán til að borga köttinn sinn úr haldi heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Kötturinn var fangaður fyrir utan heimili hans og átti að aflífa hann á miðvikudag yrði greiðslan ekki innt af hendi. „Framkoma heibrigðisyfirvalda er svo ómannúðleg,“ segir Kristján, sem flutti frá Akureyri með fjölskyldunni og köttum sínum tveimur fyrir ári. „Þá fór ég með kettina til dýralæknis, skráði þá og lét bólusetja og ormahreinsa eins og ber. Ég spurði hvort ég hefði þá gengið frá öllu vegna flutningsins á þeim. Ég vissi ekki að kattahald kostaði fimmtán þúsund í sveitarfélaginu. Þannig var það ekki á Akureyri,“ segir Kristján. Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitisins, segir Kristjáni bæði hafa verið boðið að greiða með kreditkorti fram í tímann eða skilja eftir ávísun. Það hafi hann ekki getað gert. „Við förum eftir reglunum og erfitt að gera undantekningar. Það er ekki fyrir opinbert embætti að mismuna fólki,“ segir Magnús. Reglur um kattahald séu mismunandi eftir sveitarfélögum og stífar í Reykjanesbæ til að koma í veg fyrir að fólk fái sér ketti, hirði svo ekki um þá og láti lóga. Síðan reglurnar voru settar taki fólk ekki ákvarðarnir um dýrahald í fljótfærni. Nú heyri til undantekninga sé óskað eftir að köttum sé lógað. Magnús segir eftirlitið reglulega auglýsa skilmálana í bæjarblöðum, en bendir þeim á sem ekki vita að tilkynna þurfi eftirlitinu sjálfu um kattahaldið. Innlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Eigandi tveggja ára kattarins Nölu, Kristján Guðmundsson, í Höfnum fékk ekki greiðslufrest til mánaðarmóta og sló lán til að borga köttinn sinn úr haldi heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Kötturinn var fangaður fyrir utan heimili hans og átti að aflífa hann á miðvikudag yrði greiðslan ekki innt af hendi. „Framkoma heibrigðisyfirvalda er svo ómannúðleg,“ segir Kristján, sem flutti frá Akureyri með fjölskyldunni og köttum sínum tveimur fyrir ári. „Þá fór ég með kettina til dýralæknis, skráði þá og lét bólusetja og ormahreinsa eins og ber. Ég spurði hvort ég hefði þá gengið frá öllu vegna flutningsins á þeim. Ég vissi ekki að kattahald kostaði fimmtán þúsund í sveitarfélaginu. Þannig var það ekki á Akureyri,“ segir Kristján. Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitisins, segir Kristjáni bæði hafa verið boðið að greiða með kreditkorti fram í tímann eða skilja eftir ávísun. Það hafi hann ekki getað gert. „Við förum eftir reglunum og erfitt að gera undantekningar. Það er ekki fyrir opinbert embætti að mismuna fólki,“ segir Magnús. Reglur um kattahald séu mismunandi eftir sveitarfélögum og stífar í Reykjanesbæ til að koma í veg fyrir að fólk fái sér ketti, hirði svo ekki um þá og láti lóga. Síðan reglurnar voru settar taki fólk ekki ákvarðarnir um dýrahald í fljótfærni. Nú heyri til undantekninga sé óskað eftir að köttum sé lógað. Magnús segir eftirlitið reglulega auglýsa skilmálana í bæjarblöðum, en bendir þeim á sem ekki vita að tilkynna þurfi eftirlitinu sjálfu um kattahaldið.
Innlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“