Kristilegu kærleiksblómin spretta 24. júlí 2006 06:00 Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum. Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum.
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira