Kristilegu kærleiksblómin spretta 24. júlí 2006 06:00 Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum. Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum.
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði