Er afskaplega mikill bóhem 24. júlí 2006 06:30 „Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“. „Ég er afskaplega mikill bóhem, sit á kaffihúsum og les blöð,“ segir Tómas þegar blaðamaður spyr hann hvað hann geri þegar hann fær frí frá tónleikahaldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði aldrei að gera sólóplötu,“ en Tómas hefur þó haslað sér völl sem rithöfundur þar sem hann gaf út bókina Sögur Tómasar frænda á síðasta ári. „Það er von á annarri, það verða miklu svæsnari sögur en áður. Hún seldist í þúsund eintökum þannig að ég ætla að verða miklu svæsnari í næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“ „Við erum svo skynsamir að gera aldrei of mikil plön, við hringjum bara í hvern annan þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu plötu hljómsveitarinnar árið 1975. Í vetur ætlar Tómas að spila með Snillingunum, sem hann segir vera mjög skemmtilegan félagsskap. „Við erum bara að spila í einkasamkvæmum, það er draumur hvers poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta er þægileg innivinna, það er vel borgað og skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með hljómsveitinni í um átta ár. Stuðmenn verða á þremur stöðum um verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Innlent Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
„Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“. „Ég er afskaplega mikill bóhem, sit á kaffihúsum og les blöð,“ segir Tómas þegar blaðamaður spyr hann hvað hann geri þegar hann fær frí frá tónleikahaldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði aldrei að gera sólóplötu,“ en Tómas hefur þó haslað sér völl sem rithöfundur þar sem hann gaf út bókina Sögur Tómasar frænda á síðasta ári. „Það er von á annarri, það verða miklu svæsnari sögur en áður. Hún seldist í þúsund eintökum þannig að ég ætla að verða miklu svæsnari í næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“ „Við erum svo skynsamir að gera aldrei of mikil plön, við hringjum bara í hvern annan þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu plötu hljómsveitarinnar árið 1975. Í vetur ætlar Tómas að spila með Snillingunum, sem hann segir vera mjög skemmtilegan félagsskap. „Við erum bara að spila í einkasamkvæmum, það er draumur hvers poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta er þægileg innivinna, það er vel borgað og skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með hljómsveitinni í um átta ár. Stuðmenn verða á þremur stöðum um verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vestmannaeyjum og Reykjavík.
Innlent Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira