Rice á stormasömum fundi 25. júlí 2006 07:30 Öryggisverðir Hópur öryggisvarða gætti lyftudyra meðan Condoleezza Rice og Fuad Saniora ræddu saman í Beirút í gær. MYND/AP Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið. Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið.
Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira