Ítalir vilja leiða friðargæslu 22. ágúst 2006 07:00 Ehud Olmert Forsætisráðherrann fór í þyrluflug í gær og heimsótti þau ísraelsku bæjarfélög við landamæri Líbanons sem verst komu út úr átökunum. MYND/AP Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess. Erlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess.
Erlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira