Ítalir vilja leiða friðargæslu 22. ágúst 2006 07:00 Ehud Olmert Forsætisráðherrann fór í þyrluflug í gær og heimsótti þau ísraelsku bæjarfélög við landamæri Líbanons sem verst komu út úr átökunum. MYND/AP Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess. Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess.
Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira