Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran 27. ágúst 2006 07:45 Mahmoud Ahmadinejad vígir verksmiðjuna Íransforseti sést hér vígja þungavatnsverksmiðjuna í miðhluta Írans. Hann segir kjarnorkuáætlun þjóðarinnar ekki ógna öðrum ríkjum, en Ísraelar og bandamenn þeirra taka ekki í sama streng. MYND/AP Mið-Austurlönd Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vígði í gær þungavatnsverksmiðju í bænum Arak í miðhluta Írans. Þungavatnsverkmiðjan verður notuð til að kæla kjarnaofn sem er í byggingu nálægt verksmiðjunni. Forsetinn sagði við tækifærið að Íransstjórn myndi „aldrei“ hætta við kjarnorkuáætlun sína og að tilgangur hennar væri alls ekki hernaðarlegs eðlis. Hann sendi vesturveldunum tóninn og sagði að svo gæti farið að Íranir yrðu beittir viðskiptaþvingunum en að þróun og tækniframförum yrði ekki haldið frá þeim. Kjarnorkuáætlunin ógnaði ekki öðrum þjóðum, „ekki einu sinni stjórn síonista, sem er augljós óvinur svæðisins“. Ráðamenn margra annarra ríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Ísraels, óttast að ríkisstjórn Írans ætli sér að framleiða kjarnorkusprengjur og sagði einn ísraelskur þingmaður í gær að verksmiðjan væri „enn eitt skrefið“ í átt að því að Íranar framleiddu kjarnorkusprengju. Hann sagði einnig að aðgerðir alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írana væru ófullnægjandi og því væri nauðsynlegt fyrir Ísraelsmenn að „undirbúa sig með viðhlítandi hætti“. Ísraelsk yfirvöld gáfu ekki út yfirlýsingu vegna málsins í gær, en opinber stefna ísraelskra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að reyna að semja við Íransstjórn um aðra lausn á orkuþörf landsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað írönskum yfirvöldum að hætta tilraunum sínum um auðgun úrans og eiga ráðamenn í Teheran að verða við því fyrir næstkomandi fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur segja það líklega ekki tilviljun að verksmiðjan hafi verið vígð svo skömmu áður en frestur íranskra yfirvalda rennur út; þau vilji ögra öryggisráðinu. Fyrir fjórum árum komst bærinn Arak í sviðsljósið þegar íranskur útlagi ljóstraði upp um kjarnorkustarfsemi Íransstjórnar þar, en hún hafði aldrei verið kynnt fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Stefnt er á að kjarnaofninn verði gangsettur árið 2009. Erlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Mið-Austurlönd Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vígði í gær þungavatnsverksmiðju í bænum Arak í miðhluta Írans. Þungavatnsverkmiðjan verður notuð til að kæla kjarnaofn sem er í byggingu nálægt verksmiðjunni. Forsetinn sagði við tækifærið að Íransstjórn myndi „aldrei“ hætta við kjarnorkuáætlun sína og að tilgangur hennar væri alls ekki hernaðarlegs eðlis. Hann sendi vesturveldunum tóninn og sagði að svo gæti farið að Íranir yrðu beittir viðskiptaþvingunum en að þróun og tækniframförum yrði ekki haldið frá þeim. Kjarnorkuáætlunin ógnaði ekki öðrum þjóðum, „ekki einu sinni stjórn síonista, sem er augljós óvinur svæðisins“. Ráðamenn margra annarra ríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Ísraels, óttast að ríkisstjórn Írans ætli sér að framleiða kjarnorkusprengjur og sagði einn ísraelskur þingmaður í gær að verksmiðjan væri „enn eitt skrefið“ í átt að því að Íranar framleiddu kjarnorkusprengju. Hann sagði einnig að aðgerðir alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írana væru ófullnægjandi og því væri nauðsynlegt fyrir Ísraelsmenn að „undirbúa sig með viðhlítandi hætti“. Ísraelsk yfirvöld gáfu ekki út yfirlýsingu vegna málsins í gær, en opinber stefna ísraelskra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að reyna að semja við Íransstjórn um aðra lausn á orkuþörf landsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað írönskum yfirvöldum að hætta tilraunum sínum um auðgun úrans og eiga ráðamenn í Teheran að verða við því fyrir næstkomandi fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur segja það líklega ekki tilviljun að verksmiðjan hafi verið vígð svo skömmu áður en frestur íranskra yfirvalda rennur út; þau vilji ögra öryggisráðinu. Fyrir fjórum árum komst bærinn Arak í sviðsljósið þegar íranskur útlagi ljóstraði upp um kjarnorkustarfsemi Íransstjórnar þar, en hún hafði aldrei verið kynnt fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Stefnt er á að kjarnaofninn verði gangsettur árið 2009.
Erlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira