Er Fréttablaðið í áróðri? Sigurjón Þórðarson skrifar 6. september 2006 06:00 Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun