Styttri vinnudagur skiptir sköpum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. október 2006 00:01 Lífskjör barna hafa verið allnokkuð í umræðunni undanfarnar vikur. Langur vinnudagur beggja foreldra sem leiðir til langrar dvalar barna utan heimilis er í brennidepli og þykir mörgum mikið lagt á yngstu þegna samfélagsins með allt upp í níu tíma vistun utan heimilis á dag, jafnvel hjá börnum innan við eins árs. Ljóst er að flest börn hefðu gott af því að fá að vera meira heima hjá sér og þar af leiðandi í meiri samvistum við foreldra sína en raunin er í dag. Þau sjónarmið hafa verið áberandi að gera eigi foreldrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum en fæðingarorlof miðast nú við. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja til að foreldrum séu greidd laun fyrir að vera heima fram að skólaaldri barna sinna. Í þessari umræðu gleymist að hér á landi er litið á leikskólann sem fyrsta skólastigið, jafnvel þótt ekki sé skólaskylda í leikskólum. Horft er framhjá þeirri miklu menntun sem barnið fær í leikskólanum og fengi aldrei nema að hluta heima við. Annað sem horft er framhjá í þessari umræðu er að það samræmist á engan hátt kröfu flests nútímafólks um lífsgæði að eiga sér ekki starfsferil utan heimilis, vinnustað og samstarfsfólk. Þetta var veruleiki meirihluta kvenna í áratugi og fáar konur hafa áhuga á að snúa aftur til þess fyrirkomulags. Ljóst er að leiðin til úrbóta er ekki að snúa við til þess tíma þegar konur voru heima að gæta barna og hugsa um heimilið meðan karlar öfluðu tekna til framfærslu. Slík umræða er ekki í takti við það samfélag sem við byggjum í dag. Hitt er annað að dagleg fjarvera barna frá heimilum er löng og ströng og mörgum þeirra erfið þótt öðrum gangi betur að takast á við þennan hvunndag. Rannsóknir hafa sýnt fram á að eftir því sem börn njóta meiri samvista við foreldra sína, því betri árangri ná þau í námi. Sömuleiðis hafa börn sem njóta mikilla samvista við foreldra sterkari sjálfsmynd en þau sem minni samvista njóta og leiðast síður út í neyslu fíkniefna. Það er því ljóst að til mikils er að vinna. Það er vissulega íhugunarefni að meðan einn maður vann fyrir þörfum heimilisins í nálægt 50 stundir á viku, og stundum lengur, fyrir hálfri öld eða svo, þá vinna hjón í dag í flestum tilvikum talsvert meira 80 stundir samanlagt á viku til að framfleyta heimilum sem eru að meðaltali fámennari en þá. Hér á landi stöndum við langt að baki nágrannalöndum okkar þegar kemur að lengd vinnuviku. Stytting vinnuviku beggja foreldra er eitt afdráttarlausasta skrefið sem hægt er að stíga í þá átt að bæta kjör barna á Íslandi og ætti þess vegna að vera eitt helsta baráttumál foreldra í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Lífskjör barna hafa verið allnokkuð í umræðunni undanfarnar vikur. Langur vinnudagur beggja foreldra sem leiðir til langrar dvalar barna utan heimilis er í brennidepli og þykir mörgum mikið lagt á yngstu þegna samfélagsins með allt upp í níu tíma vistun utan heimilis á dag, jafnvel hjá börnum innan við eins árs. Ljóst er að flest börn hefðu gott af því að fá að vera meira heima hjá sér og þar af leiðandi í meiri samvistum við foreldra sína en raunin er í dag. Þau sjónarmið hafa verið áberandi að gera eigi foreldrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum en fæðingarorlof miðast nú við. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja til að foreldrum séu greidd laun fyrir að vera heima fram að skólaaldri barna sinna. Í þessari umræðu gleymist að hér á landi er litið á leikskólann sem fyrsta skólastigið, jafnvel þótt ekki sé skólaskylda í leikskólum. Horft er framhjá þeirri miklu menntun sem barnið fær í leikskólanum og fengi aldrei nema að hluta heima við. Annað sem horft er framhjá í þessari umræðu er að það samræmist á engan hátt kröfu flests nútímafólks um lífsgæði að eiga sér ekki starfsferil utan heimilis, vinnustað og samstarfsfólk. Þetta var veruleiki meirihluta kvenna í áratugi og fáar konur hafa áhuga á að snúa aftur til þess fyrirkomulags. Ljóst er að leiðin til úrbóta er ekki að snúa við til þess tíma þegar konur voru heima að gæta barna og hugsa um heimilið meðan karlar öfluðu tekna til framfærslu. Slík umræða er ekki í takti við það samfélag sem við byggjum í dag. Hitt er annað að dagleg fjarvera barna frá heimilum er löng og ströng og mörgum þeirra erfið þótt öðrum gangi betur að takast á við þennan hvunndag. Rannsóknir hafa sýnt fram á að eftir því sem börn njóta meiri samvista við foreldra sína, því betri árangri ná þau í námi. Sömuleiðis hafa börn sem njóta mikilla samvista við foreldra sterkari sjálfsmynd en þau sem minni samvista njóta og leiðast síður út í neyslu fíkniefna. Það er því ljóst að til mikils er að vinna. Það er vissulega íhugunarefni að meðan einn maður vann fyrir þörfum heimilisins í nálægt 50 stundir á viku, og stundum lengur, fyrir hálfri öld eða svo, þá vinna hjón í dag í flestum tilvikum talsvert meira 80 stundir samanlagt á viku til að framfleyta heimilum sem eru að meðaltali fámennari en þá. Hér á landi stöndum við langt að baki nágrannalöndum okkar þegar kemur að lengd vinnuviku. Stytting vinnuviku beggja foreldra er eitt afdráttarlausasta skrefið sem hægt er að stíga í þá átt að bæta kjör barna á Íslandi og ætti þess vegna að vera eitt helsta baráttumál foreldra í landinu.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun