Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar 27. október 2025 08:02 Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun