Við þurfum sterkan forsætisráðherra Helgi Hjörvar skrifar 24. október 2006 00:01 Atburðir síðustu vikna afhjúpa hve veik forysta er fyrir ríkisstjórninni. Fyrst er til að taka viðræðurnar við Bandaríkjastjórn um brottför hersins. Þær voru samfelldur ósigur sem enduðu með því að það eina sem herinn skildi eftir var mengunin og við þurfum að kosta þrifin. Stjórn efnahagsmála er þó stærra áhyggjuefni því verðbólgan er á fullri ferð og vextir þeir hæstu í okkar heimshluta. Forsætisráðherra virðist ekkert þrek hafa til að ráðast gegn vandanum og hefur gefist upp við að halda aftur af ríkisútgjöldum þrátt fyrir ástandið. Tilraun til að halda aftur af framkvæmdum rann út í sandinn því Geir gat ekki staðið gegn útgjaldakröfum á kosningaári. Fyrirrennarar Geirs hafa varnað því í tuttugu ár að hvalveiðar verði hafnar. Þrátt fyrir ríkan vilja til þess í landinu að veiða hval hafa þeir staðið á bremsunni vegna orðspors okkar erlendis og annarra hagsmuna. En sú fyrirstaða er nú rokin út í veður og vind. Átakanlegast var þó að sjá forsætisráðherra á laugardag þar sem hann neyddist til að taka sjálfur að sér prófkjörsbaráttuna fyrir Björn Bjarnason. Fylgismenn Geirs, með Guðlaug Þór Þórðarson í broddi fylkingar hafa sótt hart að Birni, en Geir brast úthaldið. Þjóðin horfir uppá ráðalausan forsætisráðherra sem ekki er fær um að taka á hlerunarmálunum og þeim deilum sem af þeim hafa sprottið, en bugtar sig og beygir fyrir Birni Bjarnasyni. Við þurfum ekki á þessu að halda. Við þurfum sterkan forsætisráðherra sem ræðst gegn verðbólgunni og ofurvöxtunum og hefur þrek til að halda aftur af ríkisútgjöldum. Við þurfum forsætisráðherra sem leiðir nýja stefnu í öryggismálum fyrir Ísland, en þiggur ekki bara og hlýðir haukunum í Bandaríkjunum. Við þurfum forsætisráðherra sem getur leitt uppgjörið við kalda stríðið og hefur forystu um friðhelgi einkalífsins. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar og formanns hennar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu vikna afhjúpa hve veik forysta er fyrir ríkisstjórninni. Fyrst er til að taka viðræðurnar við Bandaríkjastjórn um brottför hersins. Þær voru samfelldur ósigur sem enduðu með því að það eina sem herinn skildi eftir var mengunin og við þurfum að kosta þrifin. Stjórn efnahagsmála er þó stærra áhyggjuefni því verðbólgan er á fullri ferð og vextir þeir hæstu í okkar heimshluta. Forsætisráðherra virðist ekkert þrek hafa til að ráðast gegn vandanum og hefur gefist upp við að halda aftur af ríkisútgjöldum þrátt fyrir ástandið. Tilraun til að halda aftur af framkvæmdum rann út í sandinn því Geir gat ekki staðið gegn útgjaldakröfum á kosningaári. Fyrirrennarar Geirs hafa varnað því í tuttugu ár að hvalveiðar verði hafnar. Þrátt fyrir ríkan vilja til þess í landinu að veiða hval hafa þeir staðið á bremsunni vegna orðspors okkar erlendis og annarra hagsmuna. En sú fyrirstaða er nú rokin út í veður og vind. Átakanlegast var þó að sjá forsætisráðherra á laugardag þar sem hann neyddist til að taka sjálfur að sér prófkjörsbaráttuna fyrir Björn Bjarnason. Fylgismenn Geirs, með Guðlaug Þór Þórðarson í broddi fylkingar hafa sótt hart að Birni, en Geir brast úthaldið. Þjóðin horfir uppá ráðalausan forsætisráðherra sem ekki er fær um að taka á hlerunarmálunum og þeim deilum sem af þeim hafa sprottið, en bugtar sig og beygir fyrir Birni Bjarnasyni. Við þurfum ekki á þessu að halda. Við þurfum sterkan forsætisráðherra sem ræðst gegn verðbólgunni og ofurvöxtunum og hefur þrek til að halda aftur af ríkisútgjöldum. Við þurfum forsætisráðherra sem leiðir nýja stefnu í öryggismálum fyrir Ísland, en þiggur ekki bara og hlýðir haukunum í Bandaríkjunum. Við þurfum forsætisráðherra sem getur leitt uppgjörið við kalda stríðið og hefur forystu um friðhelgi einkalífsins. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar og formanns hennar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingar í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun