Við eigum eftir að landa þeim stóra 15. nóvember 2006 07:45 Ein af verslunum House of Fraser. Baugur tók í síðustu viku við lyklunum í House of Fraser. Fjárfesting þar sem heildarfjármögnunin nam 77 milljörðum króna. Með Baugi í þessari fjárfestingu eru gamlir kunningjar sem eiga það sameiginlegt að hafa selt Baugi rekstur á undanförnum misserum. HoF er stórt verkefni og markmiðið er að vekja þennan virðulega risa sem hefur dottað að undanförunu. Fríska upp á vöruúrval og framsetningu og auka söluna.15 þúsund tölvubréfEnda þótt verkefnið sé stórt er það mun minna en stærsta fjárfestingarverkefni Baugs og þá umfangsmestu kaup íslenskrar viðskiptasögu. Kaupin á Big Food Group. Alls nam fjármögnun þeirra kaupa 112 milljörðum króna. Fyrir réttum tveimur árum unnu fimm starfsmenn Baugs að þessum kaupum og luku þeim, ásamt hópi fjárfesta og bönkunum Kaupþingi, Landsbankanum og Bank of Scotland.Flækjustig verkefnisins var mikið. „Það voru margir sveittir," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. „Það var mikið í gangi á þessum tímapunkti," segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. „Þetta var algjör geðveiki. Það fóru fimmtán þúsund tölvubréf á milli." Það var fleira í gangi. „Við vorum að kaupa Big Food, MK One, Magasin du Nord og að setja saman Shoe Studio og Rubicon," segir Jón Ásgeir. Þeir hlæja og hrista hausinn. „Þetta þótti okkur eðlilegt á þessum tíma," segir Gunnar og brosir.Komnir með einstakt fyrirtækiÍ látlausum skrifstofunum í gamla húsnæðinu á New Bond Street voru allir á þönum. Lögfræðingar með háa pappírsstafla í einu herbergi og starfsmenn Baugs á þönum með pappíra á milli herbergja. Andrúmsloftið virtist samt ekkert yfirstressað, en blaðamanni í heimsókn í desember 2004 varð fljótlega ljóst að tími fyrir óþarft hjal var enginn.Verkefnið var gríðarleg ögrun og mál manna að ef það heppnaðist væru fáar dyr í fjármálaheimi Lundúna sem ekki stæðu fyrirtækinu opnar. „Ég held að það gildi, eins og menn skrifuðu hér í blöð í aðdraganda House of Fraser-kaupanna, að ef einhver gæti klárað verkefnið þá væri það Baugur. Það er orðsporið sem við höfum. Baugur fer ekki í verkefni nema að ætla sér að klára það," segir Jón Ásgeir. „Það er mjög gott veganesti. Við erum komin með einstakt fyrirtæki hérna. Gæðin á vinnunni og þekkingin á því sem við erum að fást við er þannig að bankarnir verða undrandi þegar við leggjum fyrir þá verkefnin. Þessi þekking er rosalega mikils virði."Hann segir að það sé fyrst núna sem búið sé að byggja upp nægjanlegan fjölda og þekkingu til að styðja við verkefnin. „Við vorum náttúrulega alltof fá með alltof mikið."Endurvinnsla fjárfestaFjárfestingargeta Baugs hefur vaxið mikið og hópurinn sem fjárfestir með þeim stækkað. Meðfjárfestarnir eru margir hverjir þeir sem selt hafa Baugi sín fyrirtæki. „Það er svolítið sérstakt. Þetta er eins og að kaupa hús af einhverjum og síðan verði hann besti vinur manns. Í Big Food-kaupunum var mjög mikilvægt að sjá að þessi hópur vann ekki bara vel saman að því að leysa það flókna verkefni að kaupa fyrirtækið, heldur einnig þegar menn tókust á við þá erfiðleika í rekstrinum sem blöstu við þegar við tókum við félaginu," segir Gunnar. „Financial Times kallaði þetta endurvinnslu á fjármunum hjá Baugi. Þessir fjárfestar hafa unnið með okkur í verkefnum sem við leiðum og við höfum einnig komið að verkefnum þar sem þeir eru í forystu." MagapínuyfirtakaÁstand Big Food var verra en menn bjuggust við og áreiðanleikakannanir gáfu til kynna. „Þetta var magapínuyfirtaka, því þetta hefði getað sett okkur á hliðina," segir Jón Ásgeir. „Ég skil ekki hvernig okkur datt þetta í hug," segir Jón Ásgeir og hlær. Gunnar er ekki alveg á sama máli. „Eins og við teiknuðum þetta upp, þá leit þetta vel út. Það byggðist á því að Booker sem er stærsta gripið og greitt-keðjan í Bretlandi væri með sjóðstreymi sem undir réttri stjórn myndi skila miklu. Við stilltum Iceland upp á móti sem viðsnúningsverkefni. Sem hefur reynst miklu betur en við þorðum að vona. Þegar við lögðum af stað þá var þetta allt mjög skynsamlegt."Jón segir að menn hafi teygt sig langt í verkefninu. „Þetta er alveg rosalega óþægilegur tími í yfirtökum frá því að maður skrifar undir og ekki er aftur snúið og þangað til maður fær lyklana. Það eru tveir mánuðir. Þetta er hræðilega langur tími. Stjórnendur í lausu lofti. Þeir eru að vinna fyrir fyrri eigendur og geta ekki farið að vinna fyrir okkur. Það kemur losarabragur á allan mannskapinn og reksturinn. Booker seldi í gær fyrir 1,9 milljarða króna. Ef menn fara að tapa fimm til sex prósentum af veltunni í einhverju rugli, þá er það fljótt að safnast upp."Staðan miklu verriBooker reyndist í miklu verra ástandi en búist var við. Staðan hjá Big Food var þannig að af 36 milljarða yfirdráttarheimild var svigrúmið 130 þúsund krónur. „Þar við bættist að teygt hafði verið á öllum skuldum við birgja," segir Gunnar. „Ég held að það sé ekki djúpt í árinni tekið að segja að félagið hefði lent í verulegum vandræðum ef við hefðum ekki tekið það yfir."Baugur hafði átt hlut í félaginu um skeið og gagnrýnt stefnuna. Planið var að skipta upp félögunum og ná bættum rekstri með réttum stjórnendum. „Stjórnendur eru lykilatriði í þessu," segir Jón Ásgeir. „Smásala er flókin. Þeir sem kunna þetta skila árangri, alveg sama hvort veðrið er heitt eða kalt eða vextir háir eða lágir."Iceland-verslunakeðjan var líka í verri málum. Þar tók við stjórninni stofnandi keðjunnar, Malcolm Walker. Ástandið var verra en búist var við, en Gunnar segir Malcolm hafa verið vissan um að allt gengi vel þegar hann steig inn fyrir dyrnar. Hann hafi strax séð hvað gera þurfti. Einkenni rekstursins hjá Big Food var gríðarleg yfirbygging og stjórnunarkostnaður. „Á aðalaskrifstofum fyrirtækisins er búið að fækka fólki um yfir þúsund manns. Það var skýrsla ofan á skýrslu og það fóru tveir milljarðar í kaup á ráðgjöf á ári," segur Jón. Hann segir þarna koma fram veikleika sem gjarnan birtist í skráðum félögum að menn forðist áhættu og varpi frá sér ábyrgð yfir til ráðgjafa. „Það var rosaleg óráðsía þarna inni," segir Gunnar.Iceland á flugiGunnar segir að í skráðum félögum í smásölu séu menn of mikið metnir út frá söluaukningu og refsað ef hún dregst saman, jafnvel þótt hagnaður aukist. „Hjá Iceland voru menn á því að frystivara væri á undanhaldi og kældar matvörur í vexti. Menn fóru af stað að breyta búðum í verslanir með hærra þjónustustig, en áttu ekki séns í sambærilegar verslanir stærri matvörukeðja. Þeir urðu fangar strategíunnar. Þeir fengu aukningu í skamman tíma við breytingu á búðum, þannig að þeir urðu að halda áfram til að sýna söluaukningu. Ef þeir hefðu viðurkennt að þeir væru á rangri leið og snúið aftur til upphafsins, þá hefði hlutabréfaverðið fallið." Eftir yfirtökuna var blaðinu snúið við og farið aftur til upphafsins með þeim árangri að þegar er búið að endurfjármagna félagið einu sinni og greiða fjárfestum það sem þeir lögðu í fyrirtækið í upphafi. Reksturinn er á þeirri siglingu að önnur endurfjármögnun væri möguleg á næsta ári. „Iceland hefur gengið frábærlega."Með sterkum meðfjárfestum og árangri í fyrri fjárfestingum vex geta Baugs til að ráðast í stærri verkefni. Jón Ásgeir segir að þetta þýði að stærð verkefna sem hægt sé að ráðast í sé allt að milljarði punda eða 130 milljarðar króna. „Það fer reyndar eftir strúktúrnum, Hversu mikið af fasteignum er í félögunum. Það er fullt af félögum hér í Bretlandi sem eru rík af eignum. Marks og Spencer, Morrison og Sainsburys eru félög sem eru rík af eignum. Fasteignirnar eru verðmætari en félögin sjálf. Síðan er spurningin hvort reksturinn gæti borið leiguna ef fasteignirnar eru seldar út."Marks og Spencer er dálítið stór biti eða 10 milljarða punda virði. Undir forystu Stuarts Rose hefur félagið náð að rétta úr kútnum. „Þetta er frábær árangur hjá Stuart Rose, Félagið er að sýna afkomutölur sem við reiknuðum með hjá þeim árið 2009," segir Jón Ásgeir. Hann segir mikið hafa verið fjárfest í búðunum. „Það er dýrt að halda því uppi. Markaðssetning þeirra hefur verið brilljant. Vöruúrvalið hjá þeim hefur lagast aðeins, en fyrst og fremst hafa þeir náð að búa til sterkari ímynd." Philip Green gengur ekki eins vel í augnablikinu með Arcadia og Debenhams. „Philip er frábær í að ná niður kostnaði og semja við birgja. Honum hefur hins vegar ekki gengið jafn vel í að láta fyrirtækin vaxa," segir Jón Ásgeir og bendir á að Green hafi misst frá sér góða stjórnendur þar sem hann sé of mikið að skipta sér af þeim. „Maður fær ekki gott fólk ef maður treystir því ekki. Þá bara fer það annað."Næstu máltíðirBaugur hefur að undanförnu byggt upp eignarhluti í Woolworths og French Connection. Bæði þessi félög eru líkleg til að verða að yfirtökuverkefnum. Jón Ásgeir segir örvæntingu gæta í rekstrinum. „Ætli við eigum ekki einhvern tímann eftir að svitna yfir Woolworths," segir hann. Woolworths á alveg séns. Það er svipað og Big Food. Það þarf að brjóta það upp og fókusera. Það eru fínar einingar þarna innan um. Þannig að þarna eru tækifæri. Þeir eru orðnir dálítið ráðalausir. Þeir eyða peningum í búðirnar því þeir fá smá skammtímaaukningu við það." Stofnandi og aðaleigandi French Connections hefur ekki viljað selja. „Það var haft eftir honum um daginn að hann ætlaði sér ekki að verða elsti stjórnarmaðurinn í tískubransanum. Við lítum á það sem jákvæðar fréttir." Sá stóriÁhættan af Big Food-kaupunum var gríðarleg. „Maður lagði kofann undir," segir Jón Ásgeir. Gunnar bætir því við að ef eitthvað færi úrskeiðis í House of Frasier, þá myndi það ekki setja fyrirtækið í hættu. „Það væri vissulega ekki gott fyrir okkur, en ef það hefði gerst í Big Food þá hefði farið illa. Jón hringdi í mig þegar við vorum að klára þetta og við vorum að meta hvað gerðist ef það væri fjárþörf í fyrirtækinu. Þá sagði Jón: „Ef að þetta „beast" byrjar að garga á peninga, þá verða skjóðurnar tómar fljótt." Og það er rétt því bara ef birgjar hefðu breytt greiðsluskilmálum þá hefði það kostað mikið því veltutölurnar eru svo háar."Það er greinilegt að áhættan var gríðarleg í Big Food Group og spurning hvort menn væru tilbúnir í slíka áhættu á ný. Jón Ásgeir verður hugsi og greinilegt að honum hrýs hugur við að endurtaka leikinn. „Við eigum eftir að taka þann stóra," segir hann og brosir.Hver er sá stóri? Gunnar grípur fram í til að tryggja að ekkert fari á sveim sem ekki á að vera þar. „Það verður að koma í ljós." Fréttir Innlent Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Baugur tók í síðustu viku við lyklunum í House of Fraser. Fjárfesting þar sem heildarfjármögnunin nam 77 milljörðum króna. Með Baugi í þessari fjárfestingu eru gamlir kunningjar sem eiga það sameiginlegt að hafa selt Baugi rekstur á undanförnum misserum. HoF er stórt verkefni og markmiðið er að vekja þennan virðulega risa sem hefur dottað að undanförunu. Fríska upp á vöruúrval og framsetningu og auka söluna.15 þúsund tölvubréfEnda þótt verkefnið sé stórt er það mun minna en stærsta fjárfestingarverkefni Baugs og þá umfangsmestu kaup íslenskrar viðskiptasögu. Kaupin á Big Food Group. Alls nam fjármögnun þeirra kaupa 112 milljörðum króna. Fyrir réttum tveimur árum unnu fimm starfsmenn Baugs að þessum kaupum og luku þeim, ásamt hópi fjárfesta og bönkunum Kaupþingi, Landsbankanum og Bank of Scotland.Flækjustig verkefnisins var mikið. „Það voru margir sveittir," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. „Það var mikið í gangi á þessum tímapunkti," segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. „Þetta var algjör geðveiki. Það fóru fimmtán þúsund tölvubréf á milli." Það var fleira í gangi. „Við vorum að kaupa Big Food, MK One, Magasin du Nord og að setja saman Shoe Studio og Rubicon," segir Jón Ásgeir. Þeir hlæja og hrista hausinn. „Þetta þótti okkur eðlilegt á þessum tíma," segir Gunnar og brosir.Komnir með einstakt fyrirtækiÍ látlausum skrifstofunum í gamla húsnæðinu á New Bond Street voru allir á þönum. Lögfræðingar með háa pappírsstafla í einu herbergi og starfsmenn Baugs á þönum með pappíra á milli herbergja. Andrúmsloftið virtist samt ekkert yfirstressað, en blaðamanni í heimsókn í desember 2004 varð fljótlega ljóst að tími fyrir óþarft hjal var enginn.Verkefnið var gríðarleg ögrun og mál manna að ef það heppnaðist væru fáar dyr í fjármálaheimi Lundúna sem ekki stæðu fyrirtækinu opnar. „Ég held að það gildi, eins og menn skrifuðu hér í blöð í aðdraganda House of Fraser-kaupanna, að ef einhver gæti klárað verkefnið þá væri það Baugur. Það er orðsporið sem við höfum. Baugur fer ekki í verkefni nema að ætla sér að klára það," segir Jón Ásgeir. „Það er mjög gott veganesti. Við erum komin með einstakt fyrirtæki hérna. Gæðin á vinnunni og þekkingin á því sem við erum að fást við er þannig að bankarnir verða undrandi þegar við leggjum fyrir þá verkefnin. Þessi þekking er rosalega mikils virði."Hann segir að það sé fyrst núna sem búið sé að byggja upp nægjanlegan fjölda og þekkingu til að styðja við verkefnin. „Við vorum náttúrulega alltof fá með alltof mikið."Endurvinnsla fjárfestaFjárfestingargeta Baugs hefur vaxið mikið og hópurinn sem fjárfestir með þeim stækkað. Meðfjárfestarnir eru margir hverjir þeir sem selt hafa Baugi sín fyrirtæki. „Það er svolítið sérstakt. Þetta er eins og að kaupa hús af einhverjum og síðan verði hann besti vinur manns. Í Big Food-kaupunum var mjög mikilvægt að sjá að þessi hópur vann ekki bara vel saman að því að leysa það flókna verkefni að kaupa fyrirtækið, heldur einnig þegar menn tókust á við þá erfiðleika í rekstrinum sem blöstu við þegar við tókum við félaginu," segir Gunnar. „Financial Times kallaði þetta endurvinnslu á fjármunum hjá Baugi. Þessir fjárfestar hafa unnið með okkur í verkefnum sem við leiðum og við höfum einnig komið að verkefnum þar sem þeir eru í forystu." MagapínuyfirtakaÁstand Big Food var verra en menn bjuggust við og áreiðanleikakannanir gáfu til kynna. „Þetta var magapínuyfirtaka, því þetta hefði getað sett okkur á hliðina," segir Jón Ásgeir. „Ég skil ekki hvernig okkur datt þetta í hug," segir Jón Ásgeir og hlær. Gunnar er ekki alveg á sama máli. „Eins og við teiknuðum þetta upp, þá leit þetta vel út. Það byggðist á því að Booker sem er stærsta gripið og greitt-keðjan í Bretlandi væri með sjóðstreymi sem undir réttri stjórn myndi skila miklu. Við stilltum Iceland upp á móti sem viðsnúningsverkefni. Sem hefur reynst miklu betur en við þorðum að vona. Þegar við lögðum af stað þá var þetta allt mjög skynsamlegt."Jón segir að menn hafi teygt sig langt í verkefninu. „Þetta er alveg rosalega óþægilegur tími í yfirtökum frá því að maður skrifar undir og ekki er aftur snúið og þangað til maður fær lyklana. Það eru tveir mánuðir. Þetta er hræðilega langur tími. Stjórnendur í lausu lofti. Þeir eru að vinna fyrir fyrri eigendur og geta ekki farið að vinna fyrir okkur. Það kemur losarabragur á allan mannskapinn og reksturinn. Booker seldi í gær fyrir 1,9 milljarða króna. Ef menn fara að tapa fimm til sex prósentum af veltunni í einhverju rugli, þá er það fljótt að safnast upp."Staðan miklu verriBooker reyndist í miklu verra ástandi en búist var við. Staðan hjá Big Food var þannig að af 36 milljarða yfirdráttarheimild var svigrúmið 130 þúsund krónur. „Þar við bættist að teygt hafði verið á öllum skuldum við birgja," segir Gunnar. „Ég held að það sé ekki djúpt í árinni tekið að segja að félagið hefði lent í verulegum vandræðum ef við hefðum ekki tekið það yfir."Baugur hafði átt hlut í félaginu um skeið og gagnrýnt stefnuna. Planið var að skipta upp félögunum og ná bættum rekstri með réttum stjórnendum. „Stjórnendur eru lykilatriði í þessu," segir Jón Ásgeir. „Smásala er flókin. Þeir sem kunna þetta skila árangri, alveg sama hvort veðrið er heitt eða kalt eða vextir háir eða lágir."Iceland-verslunakeðjan var líka í verri málum. Þar tók við stjórninni stofnandi keðjunnar, Malcolm Walker. Ástandið var verra en búist var við, en Gunnar segir Malcolm hafa verið vissan um að allt gengi vel þegar hann steig inn fyrir dyrnar. Hann hafi strax séð hvað gera þurfti. Einkenni rekstursins hjá Big Food var gríðarleg yfirbygging og stjórnunarkostnaður. „Á aðalaskrifstofum fyrirtækisins er búið að fækka fólki um yfir þúsund manns. Það var skýrsla ofan á skýrslu og það fóru tveir milljarðar í kaup á ráðgjöf á ári," segur Jón. Hann segir þarna koma fram veikleika sem gjarnan birtist í skráðum félögum að menn forðist áhættu og varpi frá sér ábyrgð yfir til ráðgjafa. „Það var rosaleg óráðsía þarna inni," segir Gunnar.Iceland á flugiGunnar segir að í skráðum félögum í smásölu séu menn of mikið metnir út frá söluaukningu og refsað ef hún dregst saman, jafnvel þótt hagnaður aukist. „Hjá Iceland voru menn á því að frystivara væri á undanhaldi og kældar matvörur í vexti. Menn fóru af stað að breyta búðum í verslanir með hærra þjónustustig, en áttu ekki séns í sambærilegar verslanir stærri matvörukeðja. Þeir urðu fangar strategíunnar. Þeir fengu aukningu í skamman tíma við breytingu á búðum, þannig að þeir urðu að halda áfram til að sýna söluaukningu. Ef þeir hefðu viðurkennt að þeir væru á rangri leið og snúið aftur til upphafsins, þá hefði hlutabréfaverðið fallið." Eftir yfirtökuna var blaðinu snúið við og farið aftur til upphafsins með þeim árangri að þegar er búið að endurfjármagna félagið einu sinni og greiða fjárfestum það sem þeir lögðu í fyrirtækið í upphafi. Reksturinn er á þeirri siglingu að önnur endurfjármögnun væri möguleg á næsta ári. „Iceland hefur gengið frábærlega."Með sterkum meðfjárfestum og árangri í fyrri fjárfestingum vex geta Baugs til að ráðast í stærri verkefni. Jón Ásgeir segir að þetta þýði að stærð verkefna sem hægt sé að ráðast í sé allt að milljarði punda eða 130 milljarðar króna. „Það fer reyndar eftir strúktúrnum, Hversu mikið af fasteignum er í félögunum. Það er fullt af félögum hér í Bretlandi sem eru rík af eignum. Marks og Spencer, Morrison og Sainsburys eru félög sem eru rík af eignum. Fasteignirnar eru verðmætari en félögin sjálf. Síðan er spurningin hvort reksturinn gæti borið leiguna ef fasteignirnar eru seldar út."Marks og Spencer er dálítið stór biti eða 10 milljarða punda virði. Undir forystu Stuarts Rose hefur félagið náð að rétta úr kútnum. „Þetta er frábær árangur hjá Stuart Rose, Félagið er að sýna afkomutölur sem við reiknuðum með hjá þeim árið 2009," segir Jón Ásgeir. Hann segir mikið hafa verið fjárfest í búðunum. „Það er dýrt að halda því uppi. Markaðssetning þeirra hefur verið brilljant. Vöruúrvalið hjá þeim hefur lagast aðeins, en fyrst og fremst hafa þeir náð að búa til sterkari ímynd." Philip Green gengur ekki eins vel í augnablikinu með Arcadia og Debenhams. „Philip er frábær í að ná niður kostnaði og semja við birgja. Honum hefur hins vegar ekki gengið jafn vel í að láta fyrirtækin vaxa," segir Jón Ásgeir og bendir á að Green hafi misst frá sér góða stjórnendur þar sem hann sé of mikið að skipta sér af þeim. „Maður fær ekki gott fólk ef maður treystir því ekki. Þá bara fer það annað."Næstu máltíðirBaugur hefur að undanförnu byggt upp eignarhluti í Woolworths og French Connection. Bæði þessi félög eru líkleg til að verða að yfirtökuverkefnum. Jón Ásgeir segir örvæntingu gæta í rekstrinum. „Ætli við eigum ekki einhvern tímann eftir að svitna yfir Woolworths," segir hann. Woolworths á alveg séns. Það er svipað og Big Food. Það þarf að brjóta það upp og fókusera. Það eru fínar einingar þarna innan um. Þannig að þarna eru tækifæri. Þeir eru orðnir dálítið ráðalausir. Þeir eyða peningum í búðirnar því þeir fá smá skammtímaaukningu við það." Stofnandi og aðaleigandi French Connections hefur ekki viljað selja. „Það var haft eftir honum um daginn að hann ætlaði sér ekki að verða elsti stjórnarmaðurinn í tískubransanum. Við lítum á það sem jákvæðar fréttir." Sá stóriÁhættan af Big Food-kaupunum var gríðarleg. „Maður lagði kofann undir," segir Jón Ásgeir. Gunnar bætir því við að ef eitthvað færi úrskeiðis í House of Frasier, þá myndi það ekki setja fyrirtækið í hættu. „Það væri vissulega ekki gott fyrir okkur, en ef það hefði gerst í Big Food þá hefði farið illa. Jón hringdi í mig þegar við vorum að klára þetta og við vorum að meta hvað gerðist ef það væri fjárþörf í fyrirtækinu. Þá sagði Jón: „Ef að þetta „beast" byrjar að garga á peninga, þá verða skjóðurnar tómar fljótt." Og það er rétt því bara ef birgjar hefðu breytt greiðsluskilmálum þá hefði það kostað mikið því veltutölurnar eru svo háar."Það er greinilegt að áhættan var gríðarleg í Big Food Group og spurning hvort menn væru tilbúnir í slíka áhættu á ný. Jón Ásgeir verður hugsi og greinilegt að honum hrýs hugur við að endurtaka leikinn. „Við eigum eftir að taka þann stóra," segir hann og brosir.Hver er sá stóri? Gunnar grípur fram í til að tryggja að ekkert fari á sveim sem ekki á að vera þar. „Það verður að koma í ljós."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira