Latibær – alltaf hress, aldrei skemmtilegur! 28. nóvember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu á sunnudaginn var viðtal við Magnús Scheving um frægð og framgang Latabæjar. Þetta er eitt af fjölmörgum viðtölum og greinum og fréttum um „ólinnandi söngfrægð“ þessa sjónvarpsefnis fyrir börn um heim allan svo vitnað sé í söguna góðu um Garðar Hólm. Nú ber svo við að í síðasta Tímariti Máls og menningar birtist gagnrýnin grein um Latabæ og á því getur bara verið ein skýring að mati Magnúsar: „Án þess að vita neitt um það efast ég um að hún [greinarhöfundur] eigi börn. Það skiptir töluverðu máli þegar maður eignast börn, þá hugsar maður öðruvísi,“ segir Magnús. Það síðastnefnda get ég, greinarhöfundurinn, tekið undir. Það breytti lífi mínu mjög þegar við hjónin eignuðumst strákana okkar tvo. Þá kviknaði líka áhugi minn á barnamenningu og barnabókmenntum.GróðabrallÉg vil gera eitt alveg ljóst í upphafi þessa máls. Ég hef ekkert á móti peningum. Ég hef ekkert á móti því að menn fái almennilega borgað fyrir vinnu sína og komi þeir ár sinni fyrir borð og auðgist á heiðvirðan hátt er nákvæmlega ekkert að því heldur, að mínu mati.Það er líka alveg ljóst að Latibær er ekki góðgerðarfyrirtæki heldur stórt og vaxandi menningariðnaðarfyrirtæki sem veltir hundruðum milljóna.Framleiðsla sjónvarpsþáttanna er byrjunin.Framleiðsla leikfanga og hliðarefnis sem tengjast þeim munu velta enn meiri fjármunum ef þættirnir slá í gegn en það er í raun ekki komið í ljós enn. Samkvæmt Brown Johnson, yfirmanni barnaefnis hjá sjónvarpsstöðinni Nikolodeon Junior, þarf að keyra sjónvarpsþættina í eitt til tvö ár áður en hægt er að byrja að selja búninga og leikföng sem byggja á persónum þáttanna.Í grein Morgunblaðsins um Latabæ 29. september 2005 er talað við hann og þar er talað um Latabæjarvörur og segir: „Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins verður meira en helmingur tekna Latabæjar af sölu þessara vara innan þriggja til fjögurra ára.“ Í greininni leggur Magnús Scheving markaðsmynd Latabæjar alveg skýrt og heiðarlega fram og það liggur ljóst fyrir að mikið er lagt undir og mikið uppúr framleiðslunni að hafa ef vel tekst til. Það er ekkert leyndarmál.Skyndibiti eða gulrótÍ greininni sem ég skrifaði í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar undir yfirskriftinni „Latibær er skyndibiti“ fjalla ég um þróun Latabæjar, frá gamaldags barnabókum með sterku kennslufræðilegu yfirbragði yfir í þá hátækniframleiðslu sem sjónvarpsþættirnir um Latabæ eru orðnir. Mér finnst barnabækurnar hreint ekki góðar og rökstyð það.Mér finnst sjónvarpsþættirnir heldur ekki góðir og rökstyð það líka. Titill greinarinnar vísar til þessar gagnrýni. Titillinn er myndhverfing sem gefur á fíngerðan hátt í skyn að ég telji Latabæ ekki vera staðgott, andlegt fæði fyrir börn heldur hið gagnstæða.Þetta kýs Magnús Scheving að misskilja sem svo að ég telji Latabæjarvörur tengdar ruslfæði en það hef ég aldrei sagt. Það kemur fram í hverju einasta viðtali og grein um Latabæ að hann tengist ekki óhollustu og þetta er einn veigamesti hlutinn af ímynd og markaðsfærslu fyrirtækisins.FagurfræðiÞeir sem láta sig barnamenningu varða hafa hins vegar haft áhyggjur af samþjöppun fyrirtækja sem gera út á barnamarkað. Þannig hefur útgefendum barnabóka snarfækkað í Bandaríkjunum síðustu tíu árin. Forlög verða stærri, þau eiga bókabúðir og tengjast sjónvarpsstöðvum þar sem markaðsfræðingar eru aðalráðgjafar í gerð barnaefnisins. Þegar allt þetta batterí er samkeyrt er erfitt fyrir foreldra og börn að standa á móti pressunni.Foreldrarnir opna buddurnar, ef ekki börnin sjálf. Menntunarfræðingar hafa haft áhyggjur af leikfangaframleiðslu eða „spin off“ framleiðslu í framhaldi af sjónvarpsþáttum og áhrifum þeirra á leik barna. Sumir segja að það sé verið að stýra dýrmætum leikjum barnanna, hefta ímyndunarafl þeirra og móta það á óæskilegan hátt.Aðrir segja að þetta sé svartagallsraus og ekkert geti stýrt leikjum barna, þau séu litlir stjórnleysingjar og muni alltaf fylgja reglum ímyndunaraflsins en ekki forskriftarinnar.Enn aðrir segja að þó börnin api ekki eftir söguþráðum sjónvarpsþáttanna, komin í búninga Spartacusar og Stephanie, þá taki þau upp hreyfimynstur persónanna auk þess sem þættirnir móti fagurfræðileg viðmið þeirra, hugmyndir um söguframvindu eða fléttu, hraða og takt, liti og form, leiklist, myndlist og tónlist. Hvernig kæmi Latibær út úr slíkri athugun? Latibær einkennist af svo hröðum klippingum að því hefur verið líkt við tónlistarmyndbönd. Hvaða áhrif hefur það á markhóp þáttanna sem eru forskólabörn, þriggja til sjö ára? Hvaða áhrif hafa klisjurnar og endurtekningarnar á hugmyndir barnanna um söguþróun? Væri ekki vert að bankar og nýsköpunarsjóðir legðu peninga í að rannsaka það?Að lokumLatibær hefur fengið mikinn stuðning og ótrúlega velvild á Íslandi og á sér heita aðdáendur frá litlum börnum til æðstu embættismanna. Ef aðeins eru lesnar fréttir af velgengni Latabæjar úti í heimi í íslenskum blöðum birtist lesanda fögur mynd. Hún verður flóknari ef menn nenna að skoða umræður barna og unglinga erlendis um Latabæ á netinu.Margt er þar alls ekki eftir hafandi. Hins vegar er mikil þörf og nauðsyn á gagnrýninni umfjöllun um barnaefni í íslenskum fjölmiðlum og ég lýsi eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu á sunnudaginn var viðtal við Magnús Scheving um frægð og framgang Latabæjar. Þetta er eitt af fjölmörgum viðtölum og greinum og fréttum um „ólinnandi söngfrægð“ þessa sjónvarpsefnis fyrir börn um heim allan svo vitnað sé í söguna góðu um Garðar Hólm. Nú ber svo við að í síðasta Tímariti Máls og menningar birtist gagnrýnin grein um Latabæ og á því getur bara verið ein skýring að mati Magnúsar: „Án þess að vita neitt um það efast ég um að hún [greinarhöfundur] eigi börn. Það skiptir töluverðu máli þegar maður eignast börn, þá hugsar maður öðruvísi,“ segir Magnús. Það síðastnefnda get ég, greinarhöfundurinn, tekið undir. Það breytti lífi mínu mjög þegar við hjónin eignuðumst strákana okkar tvo. Þá kviknaði líka áhugi minn á barnamenningu og barnabókmenntum.GróðabrallÉg vil gera eitt alveg ljóst í upphafi þessa máls. Ég hef ekkert á móti peningum. Ég hef ekkert á móti því að menn fái almennilega borgað fyrir vinnu sína og komi þeir ár sinni fyrir borð og auðgist á heiðvirðan hátt er nákvæmlega ekkert að því heldur, að mínu mati.Það er líka alveg ljóst að Latibær er ekki góðgerðarfyrirtæki heldur stórt og vaxandi menningariðnaðarfyrirtæki sem veltir hundruðum milljóna.Framleiðsla sjónvarpsþáttanna er byrjunin.Framleiðsla leikfanga og hliðarefnis sem tengjast þeim munu velta enn meiri fjármunum ef þættirnir slá í gegn en það er í raun ekki komið í ljós enn. Samkvæmt Brown Johnson, yfirmanni barnaefnis hjá sjónvarpsstöðinni Nikolodeon Junior, þarf að keyra sjónvarpsþættina í eitt til tvö ár áður en hægt er að byrja að selja búninga og leikföng sem byggja á persónum þáttanna.Í grein Morgunblaðsins um Latabæ 29. september 2005 er talað við hann og þar er talað um Latabæjarvörur og segir: „Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins verður meira en helmingur tekna Latabæjar af sölu þessara vara innan þriggja til fjögurra ára.“ Í greininni leggur Magnús Scheving markaðsmynd Latabæjar alveg skýrt og heiðarlega fram og það liggur ljóst fyrir að mikið er lagt undir og mikið uppúr framleiðslunni að hafa ef vel tekst til. Það er ekkert leyndarmál.Skyndibiti eða gulrótÍ greininni sem ég skrifaði í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar undir yfirskriftinni „Latibær er skyndibiti“ fjalla ég um þróun Latabæjar, frá gamaldags barnabókum með sterku kennslufræðilegu yfirbragði yfir í þá hátækniframleiðslu sem sjónvarpsþættirnir um Latabæ eru orðnir. Mér finnst barnabækurnar hreint ekki góðar og rökstyð það.Mér finnst sjónvarpsþættirnir heldur ekki góðir og rökstyð það líka. Titill greinarinnar vísar til þessar gagnrýni. Titillinn er myndhverfing sem gefur á fíngerðan hátt í skyn að ég telji Latabæ ekki vera staðgott, andlegt fæði fyrir börn heldur hið gagnstæða.Þetta kýs Magnús Scheving að misskilja sem svo að ég telji Latabæjarvörur tengdar ruslfæði en það hef ég aldrei sagt. Það kemur fram í hverju einasta viðtali og grein um Latabæ að hann tengist ekki óhollustu og þetta er einn veigamesti hlutinn af ímynd og markaðsfærslu fyrirtækisins.FagurfræðiÞeir sem láta sig barnamenningu varða hafa hins vegar haft áhyggjur af samþjöppun fyrirtækja sem gera út á barnamarkað. Þannig hefur útgefendum barnabóka snarfækkað í Bandaríkjunum síðustu tíu árin. Forlög verða stærri, þau eiga bókabúðir og tengjast sjónvarpsstöðvum þar sem markaðsfræðingar eru aðalráðgjafar í gerð barnaefnisins. Þegar allt þetta batterí er samkeyrt er erfitt fyrir foreldra og börn að standa á móti pressunni.Foreldrarnir opna buddurnar, ef ekki börnin sjálf. Menntunarfræðingar hafa haft áhyggjur af leikfangaframleiðslu eða „spin off“ framleiðslu í framhaldi af sjónvarpsþáttum og áhrifum þeirra á leik barna. Sumir segja að það sé verið að stýra dýrmætum leikjum barnanna, hefta ímyndunarafl þeirra og móta það á óæskilegan hátt.Aðrir segja að þetta sé svartagallsraus og ekkert geti stýrt leikjum barna, þau séu litlir stjórnleysingjar og muni alltaf fylgja reglum ímyndunaraflsins en ekki forskriftarinnar.Enn aðrir segja að þó börnin api ekki eftir söguþráðum sjónvarpsþáttanna, komin í búninga Spartacusar og Stephanie, þá taki þau upp hreyfimynstur persónanna auk þess sem þættirnir móti fagurfræðileg viðmið þeirra, hugmyndir um söguframvindu eða fléttu, hraða og takt, liti og form, leiklist, myndlist og tónlist. Hvernig kæmi Latibær út úr slíkri athugun? Latibær einkennist af svo hröðum klippingum að því hefur verið líkt við tónlistarmyndbönd. Hvaða áhrif hefur það á markhóp þáttanna sem eru forskólabörn, þriggja til sjö ára? Hvaða áhrif hafa klisjurnar og endurtekningarnar á hugmyndir barnanna um söguþróun? Væri ekki vert að bankar og nýsköpunarsjóðir legðu peninga í að rannsaka það?Að lokumLatibær hefur fengið mikinn stuðning og ótrúlega velvild á Íslandi og á sér heita aðdáendur frá litlum börnum til æðstu embættismanna. Ef aðeins eru lesnar fréttir af velgengni Latabæjar úti í heimi í íslenskum blöðum birtist lesanda fögur mynd. Hún verður flóknari ef menn nenna að skoða umræður barna og unglinga erlendis um Latabæ á netinu.Margt er þar alls ekki eftir hafandi. Hins vegar er mikil þörf og nauðsyn á gagnrýninni umfjöllun um barnaefni í íslenskum fjölmiðlum og ég lýsi eftir henni.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun