Að villa á sér heimildir 29. nóvember 2006 05:00 Í viðhorfi í þessu blaði sl. þriðjudag gefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í skyn að ég nýti mér í pólitískum tilgangi að dóttir mín hafi verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. Ég hafi haldið því leyndu fyrir fréttamanni að ég væri í pólitík til að komast í blöðin á þennan hátt. Þetta er auðvitað fráleitt og lýsir e.t.v. meira hugsunarhætti þess sem lætur sér detta þvílíkt í hug. Ég var hins vegar beðinn um að ljá úttekt blaðamanns á biðlistum eftir frístundaplássi persónulegan vinkil og mér fannst mér ekki stætt á að neita því þar sem ég hef, ásamt félögum mínum í Íþrótta- og tómstundaráði, verið að beita mér fyrir lausn á þessu máli. Staðreyndin er sú að sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hefur Björn Ingi dregið lappirnar í þessu máli. Hann verður því að geta tekið gagnrýni frá foreldrum sem hafa þurft að vera á hlaupum á milli vinnu og barna af því að ekki eru til næg rými á frístundaheimilunum. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur mælt með að foreldrum verði boðið upp á hlutavistun fyrir börn sín og ég bind miklar vonir við að það bæti úr þessum vanda. Það er hins vegar nokkuð sem hefði þurft að skoða miklu fyrr. Björn Ingi talaði í vor um sig sem sérstakan athafnastjórnmálamann sem léti verkin tala. Það hefur hann ekki gert í þessu máli og eðlilegt að á það sé bent þegar menn auglýsa sig sem sérstaklega framtakssama stjórnmálamenn. Það er óþarfi að taka það persónulega, nær að líta á það sem faglega gagnrýni. Ég tek fram að ég hef ekkert út á persónu Björns Inga að setja en dálitla samúð með þeirri stöðu sem hann er í. Þótt hann hafi komið sér í þá stöðu sjálfur hlýtur það að vera strembið að vera eini borgarfulltrúi flokks sem ræður yfir nánast helmingi nefnda borgarinnar. Ég vona hins vegar að biðlistum frístundaheimilanna verði útrýmt hið fyrsta því fyrir þá tæplega 200 foreldra sem í 14 vikur hafa ýmist þurft að taka vinnuna með sér heim, börnin í vinnuna eða jafnvel skilja börnin eftir ein heima er þetta mál afar persónulegt. Dofri Hermannsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í viðhorfi í þessu blaði sl. þriðjudag gefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í skyn að ég nýti mér í pólitískum tilgangi að dóttir mín hafi verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. Ég hafi haldið því leyndu fyrir fréttamanni að ég væri í pólitík til að komast í blöðin á þennan hátt. Þetta er auðvitað fráleitt og lýsir e.t.v. meira hugsunarhætti þess sem lætur sér detta þvílíkt í hug. Ég var hins vegar beðinn um að ljá úttekt blaðamanns á biðlistum eftir frístundaplássi persónulegan vinkil og mér fannst mér ekki stætt á að neita því þar sem ég hef, ásamt félögum mínum í Íþrótta- og tómstundaráði, verið að beita mér fyrir lausn á þessu máli. Staðreyndin er sú að sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hefur Björn Ingi dregið lappirnar í þessu máli. Hann verður því að geta tekið gagnrýni frá foreldrum sem hafa þurft að vera á hlaupum á milli vinnu og barna af því að ekki eru til næg rými á frístundaheimilunum. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur mælt með að foreldrum verði boðið upp á hlutavistun fyrir börn sín og ég bind miklar vonir við að það bæti úr þessum vanda. Það er hins vegar nokkuð sem hefði þurft að skoða miklu fyrr. Björn Ingi talaði í vor um sig sem sérstakan athafnastjórnmálamann sem léti verkin tala. Það hefur hann ekki gert í þessu máli og eðlilegt að á það sé bent þegar menn auglýsa sig sem sérstaklega framtakssama stjórnmálamenn. Það er óþarfi að taka það persónulega, nær að líta á það sem faglega gagnrýni. Ég tek fram að ég hef ekkert út á persónu Björns Inga að setja en dálitla samúð með þeirri stöðu sem hann er í. Þótt hann hafi komið sér í þá stöðu sjálfur hlýtur það að vera strembið að vera eini borgarfulltrúi flokks sem ræður yfir nánast helmingi nefnda borgarinnar. Ég vona hins vegar að biðlistum frístundaheimilanna verði útrýmt hið fyrsta því fyrir þá tæplega 200 foreldra sem í 14 vikur hafa ýmist þurft að taka vinnuna með sér heim, börnin í vinnuna eða jafnvel skilja börnin eftir ein heima er þetta mál afar persónulegt. Dofri Hermannsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og foreldri.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun