Afríka land andstæðnanna 13. desember 2006 05:00 Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Fréttablaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borgar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri og fá vinnu við sitt hæfi. Afríka býr yfir fjölskrúðugri menningu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir.Að byggja upp færni heimafólksÍ þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þarlenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heimamanna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verkinu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. Neikvæða hliðin er verkefni hjálparstofnanaÞað er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums staðar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf-úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórnkerfi. Því miður rata þessar neikvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert.Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýsandi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekkert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar.Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofnana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og valdhafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk.Sanngjörn viðskiptiBorgar nefnir í sinni grein verndartolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álfunni. Hjálparstofnanir og sérfræðingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutningstolla á vörur frá Afríku væri sennilega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni.Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum viðskiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neytandinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleiðenda. Hingað til hafa Fair Trade-vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið.Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Fréttablaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borgar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri og fá vinnu við sitt hæfi. Afríka býr yfir fjölskrúðugri menningu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir.Að byggja upp færni heimafólksÍ þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þarlenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heimamanna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verkinu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. Neikvæða hliðin er verkefni hjálparstofnanaÞað er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums staðar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf-úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórnkerfi. Því miður rata þessar neikvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert.Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýsandi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekkert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar.Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofnana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og valdhafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk.Sanngjörn viðskiptiBorgar nefnir í sinni grein verndartolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álfunni. Hjálparstofnanir og sérfræðingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutningstolla á vörur frá Afríku væri sennilega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni.Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum viðskiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neytandinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleiðenda. Hingað til hafa Fair Trade-vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið.Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun