Fyrirtæki sem ríkisborgari? 15. desember 2006 05:00 Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar