Fyrirtæki sem ríkisborgari? 15. desember 2006 05:00 Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar