Skoðun

Tilgangur jólanna

Hver er tilgangur jólanna? Nú styttist í jólin og fólk fer á stjá, flestir í þeim eina tilgangi að eyða eins miklum peningum í jólagjafir og þeir mögulega geta, gefa allt það stærsta og flottasta sem völ er á. Með hverju árinu sem að líður keppast fyrirtækin við það að bjóða alltaf aðeins meiri, betri og dýrari vöru.

Markaðurinn er alltaf að reyna að flýta jólunum. Það er stundum eins og hinn raunverulegi tilgangur jólanna sé gleymdur. Þessi hátíð snýst ekki bara um gjafir. Við megum stundum til með að gleyma okkur í allri þessari efnishyggju sem að ríkir svo sterkt í heiminum í dag. En það er einnig til fólk sem að hefur það ekki svo gott, því miður lifum við ekki í þannig þjófélagi. Hér á Íslandi er líka til fólk sem ekki á neina peninga, hvorki fyrir mat hvað þá gjöfum, gleymum því ekki. Hér áður fyrr var gleðin svo ríkjandi hjá börnunum, jólin hafa misst svolítið marks, nú snúast gjafirnar bæði frá jólasveininum og fjölskyldum allt of mikið um það hver gefi dýrustu gjöfina.

En kæri lesandi ef við snúum okkur að hinum raunverulega tilgangi jólanna. Erum við ekki að halda upp á það að sonur Guðs Jesús Kristur kom í heiminn á þessum degi? Þetta er líka tími fyrir fjölskylduna að koma saman og njóta samverunnar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að sinna henni fjölskyldunni líka, taka sér jólafrí. Það er svo oft sem að við hugsum um að vinna eins og skepnur til þess eins að eiga fyrir Visa-reikningum sem bíður okkar eftir jólin. Hvernig væri nú að vinna aðeins minna og láta það eftir sér frekar að gefa aðeins minni gjafir en eiga þá meiri og dýrmætari stundir í faðmi fjölskyldunnar. Því að þetta eru stundir sem að við fáum ekki aftur, en það er gott að eiga góðar minningar. Þreyta og stress er ekki eitthvað sem að við kjósum að minnast þegar við hugsum um jólin. Gleðileg jól !




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×