Með útrás byggist upp þekking 28. desember 2006 07:30 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og Hilmar Janusson, framkvæmdastjóri þróunardeildar fyrirtækisins, skoða rafeindastýrðan gervifót. MYND/GVA Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan. Það sem mér fannst standa upp úr eru fjárfestingaverkefni erlendis sem fara ört stækkandi ásamt óvenjulega miklum sveiflum í gengi sem hefur haft áhrif á mörg fyrirtæki hér heima. Þessi verkefni sem hafa oft verið nefnd útrásarverkefni hafa byggt upp mikla og breiða þekkingu hér á landi og er það vel. Mest af þessu er drifið áfram af áhættuvilja og miklu framboði fjármagns. Þessi þróun er hinsvegar ekki einungis bundin við Ísland, erlendis sjáum við að fjárfestingar á vegum fjárfestingasjóða hafa vaxið gríðarlega. Tengt þessu er ör vöxtur fjármálafyrirtækjanna, en tæplega 75 prósent af markaðsverðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru í fjármálatengdri starfsemi. Árangur þessarar starfsemi hefur einnig verið mjög góður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið hjá Össuri hefur verið viðburðaríkt eins og endranær. Við höfum komið út á markað með vörur sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tækni og virkni. Það er óhætt að segja að tæknilega hafi Össur tekið afgerandi forystu á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar þá einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma starfsstöðvar og vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná afgerandi tækniforystu á sviði stuðningstækja eins og við höfum nú þegar náð í stoðtækjunum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár þó svo hagvöxtur gæti dregist eitthvað saman á næsta ári. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda fara saman góðar vörur, markaðsstaða og möguleikar. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan. Það sem mér fannst standa upp úr eru fjárfestingaverkefni erlendis sem fara ört stækkandi ásamt óvenjulega miklum sveiflum í gengi sem hefur haft áhrif á mörg fyrirtæki hér heima. Þessi verkefni sem hafa oft verið nefnd útrásarverkefni hafa byggt upp mikla og breiða þekkingu hér á landi og er það vel. Mest af þessu er drifið áfram af áhættuvilja og miklu framboði fjármagns. Þessi þróun er hinsvegar ekki einungis bundin við Ísland, erlendis sjáum við að fjárfestingar á vegum fjárfestingasjóða hafa vaxið gríðarlega. Tengt þessu er ör vöxtur fjármálafyrirtækjanna, en tæplega 75 prósent af markaðsverðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru í fjármálatengdri starfsemi. Árangur þessarar starfsemi hefur einnig verið mjög góður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið hjá Össuri hefur verið viðburðaríkt eins og endranær. Við höfum komið út á markað með vörur sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tækni og virkni. Það er óhætt að segja að tæknilega hafi Össur tekið afgerandi forystu á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar þá einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma starfsstöðvar og vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná afgerandi tækniforystu á sviði stuðningstækja eins og við höfum nú þegar náð í stoðtækjunum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár þó svo hagvöxtur gæti dregist eitthvað saman á næsta ári. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda fara saman góðar vörur, markaðsstaða og möguleikar.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira