Róttækar umbætur Jón Sigurðsson skrifar 31. desember 2006 06:00 Ágætu landsmenn. Enn nálgast áramót og þá er tími til að skyggnast yfir árið sem er að hverfa og reyna að sjá inn í næstu framtíð. Það sem blasir við á Íslandi um þessar mundir er ótrúleg gróska í menningarlífi, listsköpun, hönnun, rannsóknum og menntun. Þessi gróska sýnir kraft og þor þjóðarinnar og um leið heilbrigðan og sterkan þjóðarmetnað. Hið sama blasir við þegar litast er um á vettvangi viðskiptalífsins og atvinnulífsins. Í landinu er mikil velmegun og rífandi atvinna fyrir allar fúsar hendur og hugi. Við höfum ekki komist hjá að sjá vaxandi misskiptingu auðs og tekna, enda þótt þeir tekjulægstu hafi reyndar líka fengið miklar kjarabætur á síðustu árum. Til þess að mæta þessu þarf þjóðin að stefna að meira jafnvægi og varanlegum stöðugleika í hagþróuninni. Og þetta hefur einmitt verið að gerast á síðara hluta ársins, eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessa veru tóku að móta efnahagsframvinduna. Verðbólguhitinn er að hjaðna og þannig næst góð viðspyrna til umbóta. Á árinu sem er að líða náði þjóðin þeim árangri undir forystu ríkisstjórnarinnar að gerðir voru víðtækir samningar við samtök aldraðra annars vegar og hins vegar við samtök á vinnumarkaði. Þessir samningar munu hafa mikil áhrif á samfélagsþróunina á næstu árum. Mjög róttækar umbætur hafa á þessum grundvelli verið gerðar á bóta- og velferðarkerfum landsmanna, og er þess að vænta að allur almenningur verði þessa var þegar kemur fram yfir áramótin. Framundan á komandi ári eru síðan verulegar verðlækkanir á matvöru sem munu nýtast öllum almenningi sem veruleg kjarabót. Þessar kjarabætur allar nýtast vissulega öllum á einn og annan hátt, en umfram allt koma þessar umbætur þeim til góða sem minnst hafa og mest eru þurfandi. Á árinu sem er að líða urðu miklar umræður og deilur um iðnaðarmál og raforkuvirkjanir á hálendinu. Sl. haust lagði auðlindalaganefnd alþingis og ríkisstjórnarinnar fram skýrslu sem boðar þjóðarsátt um þessi mikilvægu mál. Þar er bent á leiðir til þess að undirbúa og móta á næstu þremur árum heildaráætlun sem feli í senn í sér yfirlit um hugsanlega nýtingarkosti og nýtingarsvæði í landinu og einnig um þá staði og svæði sem ekki er talið koma til greina að raska af umhverfis-ástæðum. Þess er að vænta að Alþingi afgreiði á vorþinginu lög um þessi mikilvægu mál. Öll viljum við sýna landinu okkar ást okkar og virðingu í verki, og með þessari væntanlegu löggjöf verða kaflaskil á þessu sviði. Á næsta vori verða einnig þau tímamót í stórframkvæmdunum á Austurlandi að framleiðsla hefst og fer að skila allri þjóðinni arði. Eru allar ástæður til að fagna þeim áfanga fyrir hönd allra landsmanna. Mikilvægasta umbótasviðið til lengri tíma litið er framþróun þekkingarsamfélagsins og efling menntastofnana, rannsókna, tækniþróunar og vísinda. Þarna er vaxtarbroddur gróandi þjóðlífs í framtíðinni með fjölgandi og batnandi lífstækifæri fyrir komandi kynslóðir. Í þessu er mikilvægt að tryggja að engir samfélagshópar verði út undan og að allar byggðir í landinu njóti ávaxta af framþróuninni. Allmörg mál sem snerta menningarmál og menntun verða á næstunni til umfjöllunar alþingis og stjórnvaldanna. Má þar nefna málefni Nýsköpunarmiðstöðvar, Vísinda- og nýsköpunarráðs og fleiri. Á árinu sem senn lýkur urðu miklar breytingar á ríkisstjórn Íslands. Margháttaðar breytingar hafa orðið á vettvangi stjórnmálanna. Og þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn varð níutíu ára hinn 16. desember sl. en flokkurinn er elsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Við þetta tækifæri komu framsóknarmenn saman víða um landið og treystu samhug og flokksvitund til vasklegra átaka á komandi mánuðum. Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið framfarasinnaður umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Hann hefur í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækfærum og ríkari menningu, þjóðfélagi þar sem manngildið er metið meira en auðgildi og vinnan, þekkingin og framtakið látið vega meira en auðdýrkun og auðsöfnun. Framsóknarmenn hafa mikilvægan málstað að verja og sækja. Við eigum mjög brýnt erindi við þjóðina og flokkurinn okkar styrkist með hverri nýrri kynslóð og tekur sér stöðu fremst í fylkingarbrjósti. Á komandi mánuðum mun reyna á kraftinn og áræðið mun sannast. Ágætu landar. Kærar þakkir fyrir kynni og samstarf. Og hugheilar óskir um farsælt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ágætu landsmenn. Enn nálgast áramót og þá er tími til að skyggnast yfir árið sem er að hverfa og reyna að sjá inn í næstu framtíð. Það sem blasir við á Íslandi um þessar mundir er ótrúleg gróska í menningarlífi, listsköpun, hönnun, rannsóknum og menntun. Þessi gróska sýnir kraft og þor þjóðarinnar og um leið heilbrigðan og sterkan þjóðarmetnað. Hið sama blasir við þegar litast er um á vettvangi viðskiptalífsins og atvinnulífsins. Í landinu er mikil velmegun og rífandi atvinna fyrir allar fúsar hendur og hugi. Við höfum ekki komist hjá að sjá vaxandi misskiptingu auðs og tekna, enda þótt þeir tekjulægstu hafi reyndar líka fengið miklar kjarabætur á síðustu árum. Til þess að mæta þessu þarf þjóðin að stefna að meira jafnvægi og varanlegum stöðugleika í hagþróuninni. Og þetta hefur einmitt verið að gerast á síðara hluta ársins, eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessa veru tóku að móta efnahagsframvinduna. Verðbólguhitinn er að hjaðna og þannig næst góð viðspyrna til umbóta. Á árinu sem er að líða náði þjóðin þeim árangri undir forystu ríkisstjórnarinnar að gerðir voru víðtækir samningar við samtök aldraðra annars vegar og hins vegar við samtök á vinnumarkaði. Þessir samningar munu hafa mikil áhrif á samfélagsþróunina á næstu árum. Mjög róttækar umbætur hafa á þessum grundvelli verið gerðar á bóta- og velferðarkerfum landsmanna, og er þess að vænta að allur almenningur verði þessa var þegar kemur fram yfir áramótin. Framundan á komandi ári eru síðan verulegar verðlækkanir á matvöru sem munu nýtast öllum almenningi sem veruleg kjarabót. Þessar kjarabætur allar nýtast vissulega öllum á einn og annan hátt, en umfram allt koma þessar umbætur þeim til góða sem minnst hafa og mest eru þurfandi. Á árinu sem er að líða urðu miklar umræður og deilur um iðnaðarmál og raforkuvirkjanir á hálendinu. Sl. haust lagði auðlindalaganefnd alþingis og ríkisstjórnarinnar fram skýrslu sem boðar þjóðarsátt um þessi mikilvægu mál. Þar er bent á leiðir til þess að undirbúa og móta á næstu þremur árum heildaráætlun sem feli í senn í sér yfirlit um hugsanlega nýtingarkosti og nýtingarsvæði í landinu og einnig um þá staði og svæði sem ekki er talið koma til greina að raska af umhverfis-ástæðum. Þess er að vænta að Alþingi afgreiði á vorþinginu lög um þessi mikilvægu mál. Öll viljum við sýna landinu okkar ást okkar og virðingu í verki, og með þessari væntanlegu löggjöf verða kaflaskil á þessu sviði. Á næsta vori verða einnig þau tímamót í stórframkvæmdunum á Austurlandi að framleiðsla hefst og fer að skila allri þjóðinni arði. Eru allar ástæður til að fagna þeim áfanga fyrir hönd allra landsmanna. Mikilvægasta umbótasviðið til lengri tíma litið er framþróun þekkingarsamfélagsins og efling menntastofnana, rannsókna, tækniþróunar og vísinda. Þarna er vaxtarbroddur gróandi þjóðlífs í framtíðinni með fjölgandi og batnandi lífstækifæri fyrir komandi kynslóðir. Í þessu er mikilvægt að tryggja að engir samfélagshópar verði út undan og að allar byggðir í landinu njóti ávaxta af framþróuninni. Allmörg mál sem snerta menningarmál og menntun verða á næstunni til umfjöllunar alþingis og stjórnvaldanna. Má þar nefna málefni Nýsköpunarmiðstöðvar, Vísinda- og nýsköpunarráðs og fleiri. Á árinu sem senn lýkur urðu miklar breytingar á ríkisstjórn Íslands. Margháttaðar breytingar hafa orðið á vettvangi stjórnmálanna. Og þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn varð níutíu ára hinn 16. desember sl. en flokkurinn er elsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Við þetta tækifæri komu framsóknarmenn saman víða um landið og treystu samhug og flokksvitund til vasklegra átaka á komandi mánuðum. Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið framfarasinnaður umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Hann hefur í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækfærum og ríkari menningu, þjóðfélagi þar sem manngildið er metið meira en auðgildi og vinnan, þekkingin og framtakið látið vega meira en auðdýrkun og auðsöfnun. Framsóknarmenn hafa mikilvægan málstað að verja og sækja. Við eigum mjög brýnt erindi við þjóðina og flokkurinn okkar styrkist með hverri nýrri kynslóð og tekur sér stöðu fremst í fylkingarbrjósti. Á komandi mánuðum mun reyna á kraftinn og áræðið mun sannast. Ágætu landar. Kærar þakkir fyrir kynni og samstarf. Og hugheilar óskir um farsælt nýtt ár.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar