Úrskurður Kjaradóms felldur úr gildi 20. janúar 2006 20:42 Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið, sem fellir úr gildi átta prósenta launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins, var keyrt í gegnum Alþingi í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar sem telur vafa leika á að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi þess að allir lögfræðingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd kallaði til álitsgjafar hefðu lýst efasemdum um það. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ekki rétt að allir lögfræðingar, sem komu fyrir nefndina, hefðu varað við þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði því kröftuglega og áréttaði að umræddir lögfræðingar hefðu lýst efasemdum um að frumvarpið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan vildi fara aðra leið í málinu. Vildi hún að úrskurði Kjaradóms yrði frestað á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní og að á meðan myndi nefnd fjalla um nýjan lagagrundvöll Kjaradóms. Sú nefnd skyldi svo skila niðurstöðu sinni í formi frumvarps til laga fyrir miðjan mars næstkomandi. Með nýjan lagagrundvöll að leiðarljósi myndi dómurinn svo kveða upp úrskurð á grundvelli nýrra laga og gilti sá úrskurður frá 1. febrúar. Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði aðferð stjórnarandstöðu við að ýta niðurstöðu Kjaradóms út af borðinu vera heppilegri, skynsamlegri og betur í takt við þær ábendingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd fékk frá sérfróðum aðilum. En frumvarpið er nú orðið að lögum sem þýðir að átta prósenta launahækkanir til handa æðstu stjórnendum ríkisins falla úr gildi en í staðinn fá þeir 2,5 prósenta hækkun frá og með fyrsta febrúar. Gildir það sama um forseta Íslands en lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur Tómasson hafa lýst miklum efasemdum um að það standist ákvæði 9. greinar stjórnarskrárinnar. Alþingi Fréttir Innlent Stjórnarskrá Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið, sem fellir úr gildi átta prósenta launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins, var keyrt í gegnum Alþingi í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar sem telur vafa leika á að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi þess að allir lögfræðingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd kallaði til álitsgjafar hefðu lýst efasemdum um það. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ekki rétt að allir lögfræðingar, sem komu fyrir nefndina, hefðu varað við þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði því kröftuglega og áréttaði að umræddir lögfræðingar hefðu lýst efasemdum um að frumvarpið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan vildi fara aðra leið í málinu. Vildi hún að úrskurði Kjaradóms yrði frestað á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní og að á meðan myndi nefnd fjalla um nýjan lagagrundvöll Kjaradóms. Sú nefnd skyldi svo skila niðurstöðu sinni í formi frumvarps til laga fyrir miðjan mars næstkomandi. Með nýjan lagagrundvöll að leiðarljósi myndi dómurinn svo kveða upp úrskurð á grundvelli nýrra laga og gilti sá úrskurður frá 1. febrúar. Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði aðferð stjórnarandstöðu við að ýta niðurstöðu Kjaradóms út af borðinu vera heppilegri, skynsamlegri og betur í takt við þær ábendingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd fékk frá sérfróðum aðilum. En frumvarpið er nú orðið að lögum sem þýðir að átta prósenta launahækkanir til handa æðstu stjórnendum ríkisins falla úr gildi en í staðinn fá þeir 2,5 prósenta hækkun frá og með fyrsta febrúar. Gildir það sama um forseta Íslands en lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur Tómasson hafa lýst miklum efasemdum um að það standist ákvæði 9. greinar stjórnarskrárinnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stjórnarskrá Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira