Fjórir leikmenn frá Detroit í Stjörnuleiknum 10. febrúar 2006 00:26 Búið er að tilkynna liðin fyrir Stjörnuleikinn um aðra helgi Nú í kvöld var tilkynnt hvaða leikmenn skipa lið austurs og vesturs í Stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Houston þann 19. febrúar næstkomandi. Þjálfarar í deildinni völdu fjóra leikmenn frá Detroit í austurliðið og þá eru fimm leikmenn í stjörnuliði í fyrsta sinn. Austurliðið skipa: Chauncey Billups, Rip Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace frá Detroit, Paul Pierce frá Boston, Dwayne Wade og Shaquille O´Neal frá Miami, Chris Bosh frá Toronto, Vince Carter frá New Jersey og Allen Iverson frá Philadelphia. Jermaine O´Neal frá Indiana var valinn í liðið, en er meiddur og getur ekki tekið þátt, svo sjálfur David Stern á enn eftir að velja mann í stað hans til að spila leikinn. Þeir Chauncey Billups, Rip Hamilton og Chris Bosh eru allir að taka þátt í sínum fyrsta Stjörnuleik, en mikla athygli vakti að Gilbert Arenas hjá Washington skyldi ekki verða fyrir valinu að þessu sinni, en hann hefur átt mjög gott tímabil með liði sínu - ekki síður en t.a.m. Michael Redd hjá Milwaukee. Vesturliðið skipa: Tim Duncan og Tony Parker frá San Antonio, Yao Ming og Tracy McGrady frá Houston, Dirk Nowitzki frá Dallas, Pau Gasol frá Memphis, Steve Nash og Shawn Marion frá Phoenix, Kevin Garnett frá Minnesota, Kobe Bryant frá LA Lakers, Ray Allen frá Seattle og Elton Brand frá LA Clippers. Þeir Tony Parker og Pau Gasol eru að spila sinn fyrsta Stjörnuleik, en Carmelo Anthony frá Denver og Chris Paul frá New Orleans bíta í það súra epli að vera ekki valdir í Stjöruliðið í þetta sinn. Þetta er í fyrsta skipti í sögu deildarinnar sem þjáfarar velja fjóra leikmenn sem varamenn í Stjörnuleikinn, en byrjunarliðin eru sem kunnugt er byggð á vinsældakosningu nokkru áður. Þetta er auk þess í sjöunda skipti sem fjórir leikmenn frá sama liði eru valdir í Stjörnuleikinn, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn þann 19. febrúar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira
Nú í kvöld var tilkynnt hvaða leikmenn skipa lið austurs og vesturs í Stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Houston þann 19. febrúar næstkomandi. Þjálfarar í deildinni völdu fjóra leikmenn frá Detroit í austurliðið og þá eru fimm leikmenn í stjörnuliði í fyrsta sinn. Austurliðið skipa: Chauncey Billups, Rip Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace frá Detroit, Paul Pierce frá Boston, Dwayne Wade og Shaquille O´Neal frá Miami, Chris Bosh frá Toronto, Vince Carter frá New Jersey og Allen Iverson frá Philadelphia. Jermaine O´Neal frá Indiana var valinn í liðið, en er meiddur og getur ekki tekið þátt, svo sjálfur David Stern á enn eftir að velja mann í stað hans til að spila leikinn. Þeir Chauncey Billups, Rip Hamilton og Chris Bosh eru allir að taka þátt í sínum fyrsta Stjörnuleik, en mikla athygli vakti að Gilbert Arenas hjá Washington skyldi ekki verða fyrir valinu að þessu sinni, en hann hefur átt mjög gott tímabil með liði sínu - ekki síður en t.a.m. Michael Redd hjá Milwaukee. Vesturliðið skipa: Tim Duncan og Tony Parker frá San Antonio, Yao Ming og Tracy McGrady frá Houston, Dirk Nowitzki frá Dallas, Pau Gasol frá Memphis, Steve Nash og Shawn Marion frá Phoenix, Kevin Garnett frá Minnesota, Kobe Bryant frá LA Lakers, Ray Allen frá Seattle og Elton Brand frá LA Clippers. Þeir Tony Parker og Pau Gasol eru að spila sinn fyrsta Stjörnuleik, en Carmelo Anthony frá Denver og Chris Paul frá New Orleans bíta í það súra epli að vera ekki valdir í Stjöruliðið í þetta sinn. Þetta er í fyrsta skipti í sögu deildarinnar sem þjáfarar velja fjóra leikmenn sem varamenn í Stjörnuleikinn, en byrjunarliðin eru sem kunnugt er byggð á vinsældakosningu nokkru áður. Þetta er auk þess í sjöunda skipti sem fjórir leikmenn frá sama liði eru valdir í Stjörnuleikinn, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn þann 19. febrúar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira