Innlent

Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum

Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR ályktaði um málið á fundi sínum þann 21. mars. Í ályktuninni segir m.a. að aðalstjórn KR hafi ekki eftirlit með skemmtikvöldum á vegum deilda og hafi því ekki verið kunnugt um dagskrá herrakvöldsins. Aðalstjórn þykir miður að slíkt atriði hafi farið fram í húsakynnum félagsins og hyggst í framtíðinni beina þeim tilmælum til leigutaka að virða gildi KR um jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingnum.

Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR. Í ályktun aðalstjórnar KR segir ennfremur að athyglin beinist gjarnan að því sem miður fer en ekki því sem vel er gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×